29.10.2020

Gátlisti fyrir tæknilega leitarvélabestun

Tæknileg leitarvélabestun felur í sér að bæta, skrá (index) eða byggja upp frá grunni undirstöður vefsvæðis og bæta þar með læsileika þess. Hér að neðan má finna lista sem ekki er tæmandi en gefur einhverja hugmynd um það sem þarf að hafa í huga. .

Daði Rúnar Pétursson deildarstjóri viðmótslausna og hönnunar hjá Advania, skrifar: 

Keyrir síðan á réttum netþjóni?

  • Er hann nægilega öflugur?
    • Þarf að vera nægilega öflugur til að geta annað fyrirséðum heimsóknum á vefnum.
  • Er hann nægilega öruggur?
  • Eru framkvæmdar reglulegar öryggisherðingar umfram sjálfgefnar?
    • Hægt er að fá úttekt á vefsíðum t.d. hjá Bithex eða Qualys sem ætti að svara því hvort að vefþjónn sé rétt uppsettur.
  • Er vírusvörn rétt uppsett?
    • Er vírusvörnin uppsett með realtime scan og behaviour monitoriong (IDS) til að grípa ópatchaða zero day galla eða galla í óuppfærðum vefsíðum?
  • Er stýrikerfið uppfært reglulega og netþjónninn endurræstur?
  • Eru vefsíður rétt stofnaðar eða uppsettar?
    • Vefsíður eiga  að keyra á lágmarks stýrikerfisréttindum, einungis fá það sem þær þurfa? Er default skráarréttindi á vefrótinni frá stýrikerfinu sem leyfa lamennum notendum að lesa skrár?

 

Er síðan örugg?

  • Nauðsynlegt að vera með SSL skilríki á vefnum (HTTP í stað HTTPS).

 

Er veftréð vel uppsett?

  • Vel uppsett síða með skíran flatan arkitektúr þjónustar bæði notendur og leitarvélar vel, þar sem hægt er að finna viðeigandi upplýsingar hratt og örugglega.
    • Því þarf að gæta að vefur sé ekki meira en 3-4 smella djúpur, en leitast á við að halda smellum notanda í lágmarki.
  • Notaðu leitarorð og rannsakaðu samkeppnisaðilana til að fá hugmynd hvaða efni þú vilt setja í forgrunn, hafa á vefnum þínum og hvernig siður tengjast sín á milli.
  • Eru urlin notenda- og leitarvélavæn?

 

Eru góðir titlar á vefnum og eru meta description lýsandi?

  • Titil tag er tag í HTML-i kóða, nánar tiltekið í haus (head) sem tilgreinir titil tiltekinnar vefsíðu.
  • Meta descriptions gefur upp hvaða efni er á vefsíðunni.
  • Saman gera leitarvélum kleift að vita hvað er á tiltekinni síðu mjög auðveldlega.

 

Er hægt að finna síðuna og skanna (Crawlability)?

  • Er eitthvað sem er að hindra skönnun í t.d. robots.txt eða er noindex tag á röngum stað?
    • Robot.txt Eru skrár sem staðsettar eru í rót síðna. Tilgangur þessa skrá er að benda leitarvélum á hvaða hlutar vefsvæðis þíns á að skanna og hvað ekki, ásamt hvaða leitarvélar hafa leyfi til að skanna vefsvæðið. Leitarvélar byrja allar skannarnir (crawling) á að finna þessa skrá. Mikilvægt er að nýta robot.txt til að banna leitarvélum að skanna síður sem þú vilt ekki að séu skannaðar (crawled). Passa verður þó uppá það að ekki sé búið að setja upp canonical eða noindex tög á síðuna.
    • NoIndex tag er sett í haus (head) vefsíðna sem eiga ekki að birtast í skrám (index) hjá leitarvélum. Hægt er að útiloka sérstakar leitarvélar á auðveldan hátt eða banna þær allar. NoIndex aðferðin er flóknari en að nota robot.exe en þó að vefsíðan sé með taginu, geta notendur fundið hana í gegnum hlekki á t.d. móður síðunni eða öðrum síðum sem benda á hana.
  • Er síðan með nákvæma sitemap.xml skrá til þess að leiðbeina við skönnunina?
    • XML sitemap. Er listi með slóðum (URL) fyrir vefsíðu og öllum tengdum lýsigögnum (metadata). Þetta vefkort (sitemap) aðstoðar leitarvélar að skanna síðuna á hagkvæmari hátt og finna slóðir sem annars gætu verið einangraðar. XML sitemap má segja að sé systurskrá robot.txt um hvaða vefsíður eiga að vera skannaðar (crawled) og hverjar ekki og þarf ávallt að láta robot.txt vita hvar XML sitemap er að finna.

 

Finna leitarvélar upplýsingar á vefsíðunni hratt og örugglega?

  • Koma mikilvægustu upplýsingarnar fram í HTML?
    • Hafa valmyndina ávalt í HTML-inu.
    • Þar sem t.d. Google skannar (crawl) fyrst HTML og síðan seinna t.d. JavaScript. Því þarf mikilvægur texti, hlekkir og tög að koma fram í HTML.
  • Er verið að nota Schema markup sem matar leitarvélar með ítarlegri flokkun á efni vefsinns?
    • Schema er leið til að merkja eða skipuleggja efnið á síðuni þinni þannig að leitarvélar hafi betri skilning á því hvað ákveðnir þættir á vefsíðunni eru og gera. Þessi kóði veitir uppbyggingu á upplýsingunum þínum
  • Er vefurinn t.d að notast við iFrame og er mikilvægt efni (content) í Java Script?
    • Vefsíður nýta margvíslega tækni til að koma efni framfæri og veita betri notendaupplifun. Við vinnu á vefsíðum þarf að hafa þetta í huga. Til þess að aðstoða leitarvélar er sniðugt að merkja síðurnar sértaklega þegar notast er við ill- eða ólæsilega tækni.

 

Er mikið af sömu upplýsingum á síðunni (duplicate content)?

  • Eru Canonical tags/url á réttum síðum ?
    • Þegar t.d. google skannar sama efnið á t.d. mismunandi síðum (duplicate content) veit hún ekki hvaða síðu á að sýna í leitarniðurstöðunum. Því var taggið rel="canonical" fundið upp til að aðstoða leitarvélar að skrá (indexa) rétta síðu (master) og sleppa öllum afritunum. Google mælir með að hafa sjálfsætt canonical tag á hverri síðu

Er mikið af áframsendingum (re-directs)?

  • 302 áframsending er einungis tímabundin.
  • 301 áframsending (endanleg áframsending)
    • Ef þú ert að færa síðu eða sameina, er nauðsynlegt að gamla vefslóðin (url) sé enn til staðar en brú sé sett á milli hennar og nýju slóðarinnar í formi 301 redirect.
  • Áframsendingarhringir (er-direct loops)

 

Er vefurinn skalanlegur?

  • Vel yfir helmingur af traffík á vefnum er í gegnum snjalltæki á borð við síma. Því gerir Google kröfu um að vefir séu hannaðir með farsíma fyrst í huga (mobile first) og svo tölvur (desktop) ef vefurinn er ekki snjalltækjavænn (mobile first) þá mun hann ekki skora hátt í flokkun.
  • Árið 2015 byrjaði Google að gefa vefjum hærra undir höfði sem voru mobile friendly. Árið 2018 byrjaði leitarvélin að skanna (crawl) mobile síður fyrst og setja í skrá (index) hjá sér áður en hún skannaði vefinn sem sést í tölvum (desktop).

 

Er hraðinn á vefsíðunni góður (>3sec)

  • Eru myndir þjappaðar, á réttu formi?
  • Er „render blocking“ JS og CSS lágmarkað?
  • Er verið að nota caching í vöfrum?

Fleiri fréttir

Blogg
25.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
22.04.2025
Við hjá Advania erum stolt af því að tilkynna að við höfum verið valin sem Elite samstarfsaðili Genesys sem setur okkur í hóp með fáum útvöldum um heim allan.
Blogg
16.04.2025
Fáðu aukna yfirsýn og taktu upplýstari ákvarðanir með viðskiptagreindarskýrslum. Berglind Lovísa Sveinsdóttir skrifar um H3 gagnavöruhúsið, OLAP tenginga og gagnleg námskeið.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.