Nýjasta nýtt - 09.07.2013

Gísli Guðmundsson hjá Advania er fyrstur Íslendinga til að fá MVP vottun Microsoft

Það er óhætt að segja að Gísli Guðmundsson kerfisstjóri hjá Advania sé einn af helstu Microsoft sérfræðingum landsins en hann fékk á dögunum hina eftirsóttu „Microsoft Most Valuable Professional“ (MVP) vottun sem Microsoft veitir árlega fáum útvöldum meðlimum Microsoft notendasamfélaga.

Það er óhætt að segja að Gísli Guðmundsson kerfisstjóri hjá Advania sé einn af helstu Microsoft sérfræðingum landsins en hann fékk á dögunum hina eftirsóttu „Microsoft Most Valuable Professional“ (MVP) vottun sem Microsoft veitir árlega fáum útvöldum meðlimum Microsoft notendasamfélaga. 

„Það er mikill heiður að fá MVP vottun og valið kom mér svo sannarlega á óvart. Undanfarin ár hef ég gefið notendum ráð og leiðbeiningar með bloggi og vídeó leiðbeiningum. Ég hef fengið góð viðbrögð þeirra notenda sem fylgjast með því sem ég er að gera. Ég hlakka einnig mikið til að fara á MVP Global Summit ráðstefnuna. Þetta hvetur mann til að afla sér meiri þekkingar og vonandi ná vottun aftur að ári og jafnvel fá vottanir í fleiri Microsoft greinum. Mér finnst þetta svipað eins og Ísland hafi unnið gull í ólympíuleikjum tölvunörda!“ segir Gísli Guðmundsson kerfisstjóri hjá Advania.

Það þykir mikill heiður að fá MVP vottun en af þeim rúmlega 100 milljónum manna sem taka þátt í notendasamfélögum Microsoft lausna fá aðeins um 4.000  MVP vottun árlega. Gísli er fyrstur Íslendinga til að fá vottun, en á Norðurlöndunum eru aðeins 18 aðrir með MVP vottun. Hann fær gráðuna meðal annars á grundvelli sérþekkingar sinnar á svokölluðum Application Virtulization lausnum Microsoft.

„Við hjá Microsoft óskum Gísla innilega til hamingju með þennan árangur. Það hefur ávallt verið takmark okkar að Íslendingur hlyti þessa vottun því hún er ekki bara verðmæt fyrir Gísla heldur einnig allt tæknisamfélagið á Íslandi sem hefur notið góðs af framlagi hans á síðustu misserum.  Nú hefur þessu takmarki verið náð sem eykur athygli erlendra aðila á hæfni íslensks tæknisamfélags, og leggur grunninn að nýjum tækifærum“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Ísland ehf.
 
Þeir sem fá þessa vottun þykja skara fram úr hvað varðar tækniþekkingu, leiðtogahlutverk í notendahópum og aðstoð  við aðra Microsoft notendur. Það eru ýmist starfsmenn Microsoft, aðilar með MVP vottun eða meðlimir notendasamfélaga sem tilnefna menn til MVP vottunar en endanlegt val er í höndum Microsoft. Þeir sem fá MVP vottun koma frá  90 löndum, tala 40 tungumál og teljast hafa sérþekkingu á tæplega 90 Microsoft lausnum. Samanlagt svara þeir meira en 10 milljón fyrirspurnum meðlima Microsoft notendahópa á hverju ári.
  
„Við leggjum mikla áherslu á þekkingu og færni okkar starfsmanna en hjá okkur starfa um 600 hámenntaðir einstaklingar hér á landi sem vinna fjölda krefjandi verkefna fyrir viðskiptavini hér heima og erlendis. Þetta er gæðastimpill fyrir hýsingarþjónustuna okkar þar sem Gísli starfar. Við óskum Gísla innilega til hamingju með þetta afrek og það er eftirtektarvert að hann fær þessa vottun eftir tilnefningu frá jafningjum sínum í Microsoft heiminum,“ segir Ægir Már Þórisson framkvæmdastjóri Mannauðs- og markaðssviðs Advania. 

Til gamans má geta þess að þeir útvöldu MVP vottauðu fá margháttaða aðstoð og þjónustu frá Microsoft. Í eitt ár fá þeir beinan aðgang að sérfræðingum Microsoft sem þróa vörur hugbúnaðarrisans, fá upplýsingar um vöruþróunaráætlun og  hafa sérstakan tengilið hjá Microsoft. Þannig fá þeir margvísleg tækifæri til að hafa áhrif á vöruþróun Microsoft og gefa endurgjöf um vörur og þjónustu fyrirtækisins. Ennfremur fá þeir boð um að sækja hina árlegu MVP Global summit ráðstefnuna þar sem aðilar með MVP vottun geta borið saman bækur sínar og fræðst um áætlanir og vörur Microsoft. 

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.