Nýjasta nýtt - 16.09.2011

Góður vöxtur Skýrr fyrstu 6 mánuði ársins

10% tekjuvöxtur milli ára og 9,2% vöxtur á EBITDA

Velta Skýrr-samstæðunnar var liðlega 12,3 milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2011. Velta samstæðunnar á sama tímabili á árinu 2010 nam 11,2 millljörðum og er því tekjuvöxtur um 10% á milli ára. Áætlanir fyrir árið 2011 gera ráð fyrir veltu upp á 24 milljarða króna og að EBITDA framlegð verði um 1,4 milljarðar króna. Eigið fé í lok júní 2011 nam 3,5 milljörðum króna.

„Við erum talsvert hreykin af þeim rekstrarárangri sem liggur núna fyrir. EBITDA framlegð af reglubundnum rekstri var 511 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2011, samanborið við 468 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Við erum því að auka EBITDA um 9,2% milli ára,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr.

„Þessar tölur endurspegla þá staðreynd að Skýrr er í dag eitt öflugasta fyrirtæki Norðurlanda á sviði upplýsingatækni, með um 1.100 starfsmenn og viðamikinn rekstur í fjórum löndum. Skýrr er þannig móðurfélag þriggja rekstrarfélaga; HugarAx á Íslandi, Kerfi AB í Svíþjóð og Hands AS í Noregi, en til norska félagsins heyrir einnig Sia Aston Baltic í Lettlandi,“ bætir Gestur við.

Stjórn Skýrr skipa þau Anna Rún Ingvarsdóttir, Einar Páll Tamimi, Gísli Hjálmtýsson, Þorsteinn G. Gunnarsson (formaður) og Þór Hauksson. Varamenn eru Erna Eiríksdóttir og Finnbogi Jónsson. Aðaleigandi Skýrr er Framtakssjóður Íslands, auk rúmlega 40 annarra hluthafa.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.