Blogg - 17.04.2012

Gott skjalastjórnunarkerfi sparar tíma og varðveitir verðmæti

Tíminn er dýrmæt auðlind sem vert er að fara vel með. Margir kannast hins vegar við að eyða miklum tíma í að leita að skjölum.

Tíminn er dýrmæt auðlind sem vert er að fara vel með. Margir kannast hins vegar við að eyða miklum tíma í að leita að skjölum í möppum á sameiginlegu tölvudrifi fyrirtækja. Oftar en ekki er óljóst í hvaða möppum skjöl hafa verið vistuð og um það gilda gjarnan engar reglur. Slíkan rugling og tímasóun upplifa notendur skjalastjórnunarkerfisins Skjalavarðar ekki. 

Breytt og bætt vinnulag
Með notkun Skjalavarðar eru gögn vistuð miðlægt en slíkt vinnulag minnkar líkur á tvíverknaði og að gögn týnist. Skjalavörður hentar fyrirtækjum og stofnunum sem vilja koma skipulagi á gögnin sín og tryggja aðgengi starfsmanna að upplýsingum á skjótan og öruggan hátt. Skjalavörður var tekinn í gagnið árið 1995 og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Einkunnarorð okkar sem þróa Skjalavörð eru „geymt en ekki gleymt“.

Einfalt og notendavænt skjalakerfi
Skjalavörður er mjög einföld og notendavæn lausn. Fljótlegt er að vista og finna skjöl. Leitarorð (eitt eða fleiri) er slegið inn og Skjalavörður leitar í öllum eigindum skjala sem vistuð eru í kerfinu. 

Tíu sekúndur að vista skjöl 
Hægt er að skilgreina reglur sem flýta fyrir flokkun á skjölum. Einnig er hægt er að draga skjöl yfir í Skjalavörð með einföldum hætti. Auk hefðbundinna skjala úr Microsoft Office má til dæmis vista tölvupósta og viðhengi í Skjalaverði. Það tekur örskotsstund, eða allt niður í 10 sekúndur að vista skjöl inn í kerfið.

Helstu kostir Skjalavarðar eru:
  • Tímasparnaður
  • Tekur innan við 15 mínútur að læra það helsta 
  • Upplýsingamiðlun auðveldari
  • Kemur í veg fyrir tvíverknað
  • Vistun skjala auðveld og fljótleg 
  • Sniðmát tiltæk þegar búa á til ný skjöl
  • Hægt að búa til nýjar útgáfur af skjölum
  • Skjalfesting á rýni möguleg 
  • Hægt að senda skjöl á pdf sniði í tölvupósti
  • Útgáfustýring gæðahandbókarskjala er leikur einn  
Umsagnir notenda:

"Eftir nokkra mánuði, er ekki hægt að hugsa sér lífið án svona hjálpartóls"
"Einfaldur og með mjög öfluga leit"
"Lipur og tímasparandi"
"Nú þarf ekki lengur að muna hvar maður vistaði skjalið. Leitin er frábær í kerfinu"

Ef þú vilt spara þér tíma þá ættirðu að skoða Skjalavörðinn nánar. Þeir sem kynnst hafa notkun Skjalavarðar geta ekki án hans verið.

Um höfundinn
Katrín Rögn er gæðastjóri hjá Advania. Hún útskrifaðist sem Iðnaðartæknifræðingur árið 1994 og hefur starfað í gæðamálum frá árinu 1998. Umbætur eru ástríða Katrínar það er að gera betur í dag en í gær.

Hafa samband
Viltu vita meira um Skjalavörð? Hafðu samband við Katrínu með því að senda henni tölvupóst.

 

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.