Nýjasta nýtt - 26.07.2012

Hátækni selur Dell tölvur

Advania og Hátækni hafa gert með sér samkomulag um sölu á Dell fartölvum, en Advania er umboðsaðili Dell á Íslandi. Nú geta viðskiptavinir Hátækni nálgast fjölbreytt úrval Dell tölva í versluninni og mun Hátækni leggja áherslu á að bjóða vandaðar fartölvur sem henta þörfum kröfuharðra einstaklinga.

Advania og Hátækni hafa gert með sér samkomulag um sölu á Dell fartölvum, en Advania er umboðsaðili Dell á Íslandi. Nú geta viðskiptavinir Hátækni nálgast fjölbreytt úrval Dell tölva í versluninni og mun Hátækni leggja áherslu á að bjóða vandaðar fartölvur sem henta þörfum kröfuharðra einstaklinga. 
 
„Okkur telst til það séu um hundrað þúsund Dell tölvur í notkun hér á landi og við hyggjum á áframhaldandi sókn á þessum markaði. Því er okkur sönn ánægja að vinna með Hátækni. Hjá þeim er mikil sérfræðiþekking á tækni og tölvubúnaði og viðskiptavinum þeirra er veitt framúrskarandi þjónusta. Það samræmist svo sannarlega stefnu okkar og áherslum,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.

„Við erum hæstánægð með að geta boðið viðskiptavinum okkar tölvur frá Dell en þær hafa margsannað sig hvað varðar gæði og endingu og passa því vel við vöruframboð okkar, enda leggjum við mikla áherslu á gæði og þjónustu. Með þessari viðbót í okkar vöruframboð geta viðskiptavinir okkar nálgast allan tæknibúnað sem fólk þarf í leik, námi og starfi á einum stað. Við erum með allt það nýjasta í snjallsímum, spjaldtölvum, sjónvörpum og núna fartölvum,“ segir Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hátækni. 
 
Á meðal fyrstu Dell tölva sem Hátækni býður viðskiptavinum sínum er Dell Inspiron 5423 fartölvan sem er fyrsta svokallaða Ultrabook fartölvan í hinni vinsælu Inspiron línu frá Dell. Ultrabook fartölvur eru þynnri, léttari og meðfærilegri en aðrar fartölvur. Dell Inspiron 5423 er búin 3. kynslóð Intel örgjörva eða IvyBridge. Nýi örgjörvinn bætir frammistöðu fartölvunnar til muna, veitir mun lengri rafhlöðuendingu og ræsist upp hraðar en flestar aðrar fartölvur. Einnig má nefna að DVD-drifið sem er innbyggt í vélina gerir hana að fullbúinni fartölvu.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.