Blogg - 13.8.2021 13:30:00

Verið velkomin á Haustráðstefnu Advania

Haustráðstefna Advania fer fram bæði stafrænt og í Eldborgarsal Hörpu. Þátttaka er frí og ráðstefnan er öllum opin.

Ráðstefnan í ár fer fram bæði stafrænt og í Eldborgarsal Hörpu. Þátttaka er frí og ráðstefnan er öllum opin.   

 

Í fyrra ýttu aðstæður í samfélaginu okkur út í að tækla Haustráðstefnuna með tækninni og í fyrsta skipti í yfir aldarfjórðung var ráðstefnan send út með stafrænum hætti. Við settum okkur skýr markmið og höfðum sterka sýn á það hvernig við gætum fært ráðstefnuna í stafræna heima án þess að gefa neitt eftir. Það var því virkilega ánægjulegt að sjá hversu margir þáðu stafræna heimboðið og mættu á ráðstefnuna. Úr varð að fjöldi gesta fimmfaldaðist og ánægja með fyrirlesara og ráðstefnuna í heild hefur aldrei verið eins há. Við undirbúning ráðstefnunnar í ár kom því ekkert annað til greina en að hafa ráðstefnuna aðgengilega öllum aftur.  

 

Með reynsluna í farteskinu tæklum við því 26. Haustráðstefnu Advania áfram með tækninni. Við munum streyma fyrirlestrum í beinni útsendingu frá Norðurljósasal Hörpu en ásamt því munum við í ár einnig senda ráðstefnuna út í Svíþjóð. Systurfélag okkar þar mun senda út spennandi dagskrá frá studíóinu sínu í Stokkhólmi. Það verður því óhjákvæmilega meiri alþjóðlegur bragur yfir ráðstefnunni í ár. Eins og á ráðstefnunni í fyrra verður allt efni tekið upp og verður aðgengilegt á vefnum eftir á. Ráðstefnugestir geta því sótt sitt efni hvenær sem þeim hentar.  

 

Samhliða stafrænni ráðstefnu munu ráðstefnugestir hafa kost á því að mæta í rauðu sætin í Eldborgarsal Hörpu og hlýða á fyrirlesara. Þetta á við um hluta dagskrár en ráðstefnan í heild spannar tvo daga. Með þessu stígum við okkar fyrsta skref í blönduðu ráðstefnuhaldi, sem við sjáum fyrir okkur að sé framtíðin í ráðstefnum sem þessum. Samkomutakmarkanir hafa vissulega sett strik í reikninginn en við sjáum þegar nær dregur hversu mörgum gestum við getum tekið á móti í Hörpu.  

 

 

Óháð því hvað verður þá höfum við fengið fjöldann allan af skemmtilegum og áhugaverðum fyrirlesurum til að stíga á stokk og veita okkur innblástur í tækifæri með tækninni. Má þar meðal annars nefna

  • Jenny Radcliffe - Leading Authorities International
  • Tryggvi Þorgeirsson - Sidekick Health
  • Margrét Vilborg Bjarnadóttir - PayAnalytics
  • Eugene Liscio - ai2-3D
  • Kolbeinn Ísak Hilmarsson - Svarmi
  • Fida Abu Libdeh - GeoSilica Iceland

og ótal fleiri. 


Ekki missa af Haustráðstefnu Advania, 9. og 10. september. Ráðstefnan er frí og öllum opin.

 

 

 

Fleiri fréttir

Fréttir
27.10.2025
Advania hefur sameinað þjónustuupplifun og markaðsmál undir einn hatt og mun Anita Brá Ingvadóttir veita sviðinu  forstöðu. Starfar  hún á nýstofnuðu sviði fjármála, mannauðs og samskipta.
Fréttir
23.10.2025
Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania á Íslandi, tók þátt í opnun New Nordics AI Center í Helsinki dagana 22. - 23. október, sem fram fór í utanríkisráðuneyti Finna.
Blogg
20.10.2025
Reynsla Húsheildar/Hyrnu sýnir hvernig markviss innleiðing á H3 getur breytt leiknum þegar kemur að launa- og mannauðsmálum fyrirtækja.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.