Nýjasta nýtt - 13.01.2012

Icelandair Group semur við Advania

Icelandair Group hefur samið við Skýrr um innleiðingu á Microsoft-heildarlausn

Icelandair Group hefur samið við Skýrr um innleiðingu á Microsoft-heildarlausn fyrir tölvupóst og hópvinnu, skjöl, gæðamál og samskipti. Icelandair Group er 2.500 manna samstæða níu fyrirtækja í flugi og ferðaþjónustu, sem starfa um allan heim.

"Þetta er umtalsverð breyting á hugbúnaðarhögun hjá Icelandair Group, þar sem starfsfólk hefur notað Lotus Notes fyrir ofangreind verkefni allt frá árinu 1995. Nú verða stakkaskipti á vinnuumhverfi starfsfólks á næstu mánuðum þegar að við færum okkur yfir í Microsoft-lausnamengið. Við höfum miklar væntingar til jákvæðra áhrifa þeirrar þróunar," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.

"Icelandair Group hefur lengi verið í fararbroddi þjónustufyrirtækja, sem nýta upplýsingatækni til hins ítrasta við að veita jafnt viðskiptavinum sem starfsfólki hraða og góða þjónustu. Þessi metnaðarfulli samstarfsaðili okkar er kröfuharður viðskiptavinur og það er tilhlökkunarefni að uppfylla þarfir hans. Microsoft-heildarlausnin sem um ræðir hefur yfirskriftina „All-in“ og mér finnst sú yfirskrift ríma vel við þjónustustefnu okkar hjá Skýrr," segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr.

"Microsoft er hreykið af þessari innleiðingu, enda höfum við tekið virkan þátt í samstarfinu og erum sannfærð um að það verði Icelandair Group til góðs. Þessi heildarlausn frá Microsoft inniheldur flestar lausnir og nýjungar frá Microsoft, sem fyrirtækjum standa til boða í dag, ásamt því að bjóða upp á viðbótarfríðindi og -lausnir. Þannig að þetta er mjög umfangsmikil innleiðing," segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.

Lausnirnar sem verða innleiddar hjá Icelandair Group eru nánar tiltekið Microsoft Office, Outlook, Exchange, SharePoint og Lync. Einnig mun starfsfólki Icelandair Group bjóðast Microsoft Office til heimilisafnota gegn vægu gjaldi.

 

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.