Nýjasta nýtt - 08.12.2014

Jólalegur morgunverðarfundur á föstudaginn

Allt sem þú vildir vita um jólin en þorðir ekki að spyrja.

Vanilluskyr, mandarínur, ferskjur, banani og kanill leika aðalhlutverkið í jólaboostinu sem boðið verður upp á - á nýstárlegum jólamorgunverðarfundi sem haldin verður hjá Advania næsta föstudag. Í aukahlutverki, en ekki síður mikilvægt, verða gómsætar randalínur og eðal heimabakaðar smákökur að hætti matreiðslumanna Advania. Þetta er ekki það eina sem boðið verður upp á því jólalegri fyrirlestrar hafa án ekki ekki verið haldnir innan veggja Advania. Fundurinn á föstudaginn er sextándi morgunverðarfundurinn sem haldinn verður hjá Advania á þessu ári. 

Eins og svo oft áður þá hefur Gestur forstjóri Advania leikinn og býður góðan daginn. Hinn stórskemmtilegi Ragnar Már starfsmaður Advania stígur næstur á svið og fer yfir jólin í tölum. Í þeim fyrirlestri og þeim næsta sem Stefán Pálsson sagnfræðingur heldur verður líklega að finna ýmsar tilgangslausar staðreyndir um jólin. Upplýsingar sem hægt verður að nota í öllum jólaboðunum sem framundan eru. 

Átt þú fótanuddtæki inn í geymslu?
"Gríðarlegar uppljósranir hafa verið gerðar í þessari rannsóknarvinnu minni að undanförnu en ætli fótanuddtækið Clariol sé ekki það sem kemur fyrst upp í kollinn á fólki þegar það hugsar út í þetta. " sagði Stefán 

Jóna Hrönn Bolladóttir á svo sviðið í lokin. Jóna Hrönn er þekkt fyrir að tala um það sem skiptir máli og það er það sem hún ætlar að gera. 

Meðlimir Skólahljómsveitar Kópavogs tekur á móti gestum með jólatónum. 


Hvar og hvenær
Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni 10, 105 Reykjavík föstudaginn 12. desember. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.