Fréttir - 30.9.2021 08:28:00
Kaup Advania á norræna upplýsingatæknifyrirtækinu Visolit eru gengin í gegn.
Greint var frá því í ágúst að Advania hefði fest kaup á fyrirtækinu en viðskiptin voru háð samþykki eftirlitsyfirvalda. Kaupin og samruni fyrirtækjanna hafa nú verið samþykkt og hafa því eigendaskiptin átt sér stað.
Velta sameinaðs fyrirtækis verður um 9 milljarðar sænskra króna, jafnvirði 13,4 milljarða króna.
Með kaupum á Visolit tvöfaldast umsvif Advania.
Starfsmenn Visolit voru um 1.200 og störfuðu á 16 starfstöðvum í fjórum löndum. Eftir sameiningu fyrirtækjanna verður samanlagður fjöldi starfsfólks Advania um 2.550.
Kaupin á Visolit frágengin
Kaup Advania á norræna upplýsingatæknifyrirtækinu Visolit eru gengin í gegn.
Kaup Advania á norræna upplýsingatæknifyrirtækinu Visolit eru gengin í gegn.
Greint var frá því í ágúst að Advania hefði fest kaup á fyrirtækinu en viðskiptin voru háð samþykki eftirlitsyfirvalda. Kaupin og samruni fyrirtækjanna hafa nú verið samþykkt og hafa því eigendaskiptin átt sér stað.
Velta sameinaðs fyrirtækis verður um 9 milljarðar sænskra króna, jafnvirði 13,4 milljarða króna.
Með kaupum á Visolit tvöfaldast umsvif Advania.
Starfsmenn Visolit voru um 1.200 og störfuðu á 16 starfstöðvum í fjórum löndum. Eftir sameiningu fyrirtækjanna verður samanlagður fjöldi starfsfólks Advania um 2.550.