Fréttir - 30.9.2021 08:28:00

Kaupin á Visolit frágengin

Kaup Advania á norræna upplýsingatæknifyrirtækinu Visolit eru gengin í gegn.


Kaup Advania á norræna upplýsingatæknifyrirtækinu Visolit eru gengin í gegn.

Greint var frá því í ágúst að Advania hefði fest kaup á fyrirtækinu en viðskiptin voru háð samþykki eftirlitsyfirvalda. Kaupin og samruni fyrirtækjanna hafa nú verið samþykkt og hafa því eigendaskiptin átt sér stað.

Velta sam­einaðs fyr­ir­tæk­is verður um 9 millj­arðar sænskra króna, jafn­v­irði 13,4 millj­arða króna.

Með kaupum á Visolit tvöfaldast umsvif Advania.

Starfs­menn Visolit voru um 1.200 og störfuðu á 16 starfstöðvum í fjór­um lönd­um. Eftir sameiningu fyrirtækjanna verður sam­an­lagður fjöldi starfs­fólks Advania um 2.550.

Fleiri fréttir

Fréttir
23.10.2025
Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania á Íslandi, tók þátt í opnun New Nordics AI Center í Helsinki dagana 22. - 23. október, sem fram fór í utanríkisráðuneyti Finna.
Blogg
20.10.2025
Reynsla Húsheildar/Hyrnu sýnir hvernig markviss innleiðing á H3 getur breytt leiknum þegar kemur að launa- og mannauðsmálum fyrirtækja.
Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.