Fréttir - 19.8.2019 14:35:00

Látum sérfræðinga um tölvumálin

Advania hefur annast öll tölvumál fyrir verkfræðistofuna VSO undanfarin 20 ár. „Við treystum því að Advania veiti okkur bestu mögulegu ráðgjöf og erum mjög ánægðir með þjónustuna,“ segir fjármálastjóri VSO.

Advania hefur annast öll tölvumál fyrir verkfræðistofuna VSO undanfarin 20 ár. „Við treystum því að Advania veiti okkur bestu mögulegu ráðgjöf og erum mjög ánægðir með þjónustuna,“ segir fjármálastjóri VSO.

Verkfræðistofan VSO var eitt fyrsta fyrirtækið til að gera alrekstrarsamning við Advania en það var fyrir tuttugu árum. Advania hefur annast allt sem við kemur upplýsingatækni fyrirtækisins síðan. Það gerir starfsfólki VSO kleift að einbeita sér að sinni kjarnastarfsemi án þess að hafa áhyggjur af nokkru sem viðkemur tölvum og upplýsingatækni.

Fyrir tveimur áratugum, þegar VSO ákvað að leita til Advania, störfuðu um 70 manns hjá stofunni. „Það var orðið of mikið verk fyrir einn kerfisstjóra að halda tölvukerfum okkar gangandi. Þegar upp komu neyðartilvik þá þurfti kerfisstjórinn að leita eftir sérfræðiaðstoð úti í bæ og það gekk á ýmsu. Þá kom upp sú hugmynd að fela utanaðkomandi sérfræðingum að annast allt sem viðkom hýsingu og rekstri á tölvukerfum VSO. Við vorum ekki sérfræðingar í tölvumálum og vildum einbeita okkur að því sem við kunnum best,” segir Haukur Hlíðkvíst Ómarsson fjármálastjóri VSO.

VSO og Advania hafa átt farsælt samstarf. Advania hýsir og rekur upplýsingakerfi VSO, tryggir hámarks afköst þeirra, veitir ráðgjöf um hugbúnað og tölvukaup og sér til þess að allt virki eins og það á að gera.
„Við setjum allt okkar traust á Advania og treystum því að við fáum bestu mögulegu ráðgjöf sem völ er á. Advania hefur risið undir þeirri ábyrgð og við erum mjög ánægðir með þjónustuna,“ segir Haukur.

Hér má heyra hvernig VSO upplifir samstarfið við Advania:

Myndi það gagnast þér og þínum vinnustað að fela sérfræðingum að annast allt sem viðkemur upplýsingatækni? Hjá Advania er fjöldi sérfræðinga á vakt allan sólarhringinn, alla daga ársins og veita þjónustu sem tryggir hámarks upptíma og afkastagetu tölvukerfa. Ekki hika við að hafa samband. 

 


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.