Nýjasta nýtt - 28.08.2013

Lokaútkall skráninga á Haustráðstefnu Advania á tilboðsverði

Skráningar á haustráðstefnu Advania, sem fram fer þann 6. september nk., eru nú orðnar um 300 talsins – fleiri en nokkru sinni á sama tíma. Skráningarfrestur á sérstöku tilboðsverði rennur út á föstudag, 30. ágúst.

Skráningar á Haustráðstefnu Advania, sem fram fer þann 6. september nk., eru nú orðnar um 300 talsins – fleiri en nokkru sinni á sama tíma. Skráningarfrestur á sérstöku tilboðsverði rennur út á föstudag, 30. ágúst. 


Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar í ár verða Michael Schrage frá MIT, Steve Midgley frá Amazon og Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík. Fyrirlestur Schrage ber yfirskriftina „Hvernig vilt þú að viðskiptavinir þínir séu?“ en Midgley fjallar um notkun tölvuskýja við nýsköpun. Mikil leynd hvílir aftur á móti yfir fyrirlestri borgarstjórans en hann er fyrstur á mælendaskrá eftir setningu ráðstefnunnar.

Haustráðstefna Advania hefur skipað sér sess sem stærsti viðburður ársins á sviði tölvu- og upplýsingatækni á Íslandi en hún er jafnframt ein elsta árlega tækniráðstefnan í Evrópu. Um 850 manns sóttu hana í fyrra. Ráðstefnan fer nú fram í 19. skipti og boðið verður upp á vel á fjórða tug fyrirlestra. 

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.