Nýjasta nýtt - 27.06.2012

MP banki útvistar til Advania

MP banki hefur samið við Advania um viðamikla útvistun á sviði upplýsingatækni.

MP banki hefur samið við Advania um viðamikla útvistun á sviði upplýsingatækni. Um er að ræða uppsetningu, hýsingu og rekstur Advania á miðlægum búnaði bankans og tæknilegum grunnviðum, ásamt tengdum hugbúnaði og öryggislausnum hvað snertir gagnaleiðir og tengingar. Advania mun jafnframt veita MP banka notendaþjónustu og ráðgjöf á sviði upplýsingatækni.

Advania samtvinnar hagkvæmni og hátt þjónustustig

„MP banki leggur áherslu á að einbeita sér að kjarnastarfsemi og útvista jaðarþáttum til samstarfsaðila. Þetta verkefni var sett í útboðsferli og flest helstu upplýsingatæknifyrirtæki Íslands sendu inn vönduð tilboð. Niðurstaðan varð sú að ganga til samstarfs við Advania, sem að okkar mati samtvinnaði best hagkvæmni og hátt þjónustustig,“ segir Gísli Heimisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs MP banka.

MP banki er kröfuharður viðskiptavinur

„MP banki er framsækið fjármálafyrirtæki og kröfuharður viðskiptavinur. Útvistun á sviði upplýsingatækni er lykilatriði í starfsemi bankans og það er alltaf spennandi áskorun að fá slíkan viðskiptavin í þjónustu. Advania hefur á markvissan hátt byggt upp fjölbreytt lausnaúrval fyrir fjármálafyrirtæki og samningurinn við MP banka er traustur vitnisburður um góða stöðu okkar á þessum markaði,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.

MP Banki

MP banki var stofnaður árið 1999 og þar starfa um 100 sérfræðingar á sviði fjármála- og bankastarfsemi. Starfsemi bankans skiptist í fjögur meginsvið: fjárfestingabankasvið, eignastýringarsvið, viðskiptabankasvið og eignaleigusvið. Innan fjárfestingabankasviðs eru fyrirtækjaráðgjöf, markaðsviðskipti og lánasvið. Á eignastýringarsviði eru einkabankaþjónusta og eignastýring. Viðskiptabankasvið MP banka sérhæfir sig í þjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki, ásamt því að þjónusta einstaklinga. Í eignaleigu starfrækir MP banki Lykil sem er nýr valkostur í fjármögnun bíla og atvinnutækja.


Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.