Blogg - 09.05.2012

Mannauðsstjórnun og upplýsingatækni

Gott mannauðskerfi styður við helstu aðgerðir mannauðsstjórnunar og styrkir starfsemi mannauðsdeilda. Með markvissri notkun mannauðskerfa hlýst hagræði og sparnaður.

Mannauðsstjórnun er ný grein sem hefur rutt sér til rúms á síðustu árum. Útgangspunktur mannauðsstjórnunar er sá að starfsfólk skipulagseininga er það sem fyrst og fremst gerir þeim kleift að ná árangri.  

Hvernig þarf gott mannauðskerfi að vera?

Gott mannauðskerfi styður við helstu aðgerðir mannauðsstjórnunar og styrkir starfsemi mannauðsdeilda. Af notkun mannauðskerfa hlýst ákveðið hagræði. Með skilvirkri notkun þeirra fer minni tími starfsmanna mannauðsdeilda í rekstrarleg verkefni, eins og til dæmis að halda utan um starfsmannaskrá. Þetta gerir þeim kleift að einbeita sér að stefnumótandi mannauðsstjórnun. Til þess að ná ávinningi af fjárfestingu í mannauðskerfi þarf að leiða hugann að neðangreindum atriðum.

 
Láttu kerfið vinna fyrir þig

Sjálfvirkni í  mannauðskerfum sparar mannauðsdeildum (og líka öðrum starfsmönnum) mikinn tíma. Til dæmis má láta ráðningarkerfi útbúa svarbréf til umsækjenda um starf og svara þannig stórum hópi á skömmum tíma. Þetta sparar ekki einungis tíma og vinnu heldur getur sjálfvirkni aukið samræmi og tryggt gæði í mannauðsstjórnun. 

Sjálfsafgreiðsla

Með því að nýta sjálfsafgreiðsluviðmót mannauðskerfa geta starfsmenn og stjórnendur séð sjálfir um að skrá og viðhalda ákveðnum upplýsingum. Skráning á upplýsingum um menntun og námskeiðasókn hentar t.d. vel í þetta. Tími starfsmanna mannauðsdeilda sem annars færi í að skrá og viðhalda þessum gögnum getur þá nýst í önnur verkefni. Þetta eykur auk þess áreiðanleika upplýsinganna þar sem skráning þeirra færist nær uppruna upplýsinganna. 

Upplýsingar, ákvarðanir og endurgjöf

Eins og með öll upplýsingakerfi er afar mikilvægt að réttar upplýsingar séu skráðar í kerfið frá byrjun. Tengja þarf mismunandi gögn saman þannig að þau veiti réttar upplýsingar til réttu starfsmannana á réttum tíma. 

Stefnumiðuð mannauðsstjórnun

Nota má mannauðskerfi til að tengja saman stefnu fyrirtækisins við mannauðsstjórnun. Þannig getur rétt notkun mannauðskerfa gert  fyrirtækinu mögulegt að þekkja hæfni starfsmanna og tengja hana við hæfnikröfur starfa og skipulagseininga, mæla frammistöðu og setja markmið. Einnig er hægt að setja upp ýmsa ferla mannauðsstjórnunar sem tryggja gæði og samræmi, til dæmis við starfsmannasamtöl og frammistöðumat. 

Með því að nýta mannauðskerfi á markvissan hátt má því ekki bara ná fram hagræði og aukinni skilvirkni heldur styðja við aðgerðir í mannauðsstjórnun og bæta þær og styrkja þannig stöðu mannauðsstjórnunar í skipulagsheildinni. 

Um höfundinn
Ragnheiður Björgvinsdóttir lauk meistaraprófi í mannauðsstjórnun árið 2008. Síðan þá hefur hún starfað sem ráðgjafi í mannauðskerfi Oracle og hefur sérhæft sig í fræðslumálum, starfsþróun, starfsmannasamtölum og frammistöðumati auk annarra viðfangsefna mannauðsstjórnunar.  Ragnheiður gengur á fjöll og dansar Bollywood í frístundum. 

Hafa samband
Advania býður upp á starfsmannakerfi fyrir allar gerðir fyrirtækja og stofnana. Ef þú vilt vita meira um mannauðskerfi hafðu þá samband við Ragnheiði með því að senda henni tölvupóst.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.