Með NAV í áskrift sjáum við um vesenið og þú um bókhaldið
Advania hefur hleypt af stokkunum nýstárlegri þjónustu sem er Microsoft Dynamics NAV viðskiptalausn í áskrift.
Microsoft Dynamics NAV viðskiptalausn í áskrift
Advania hefur hleypt af stokkunum nýstárlegri þjónustu sem er Microsoft Dynamics NAV viðskiptalausn í áskrift. Með henni fá fyrirtæki aðgang að nýjustu útgáfu af þessari afar vinsælu og öflugu viðskiptalausn án þess að þurfa að hýsa lausnina sjálf með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði. Kerfið er hýst hjá Advania sem sér um allar uppfærslur á kerfi og afritun gagna.
Ávinningur viðskiptavina af þessu fyrirkomulagi er margvíslegur
- Mánaðargjöld innihalda sjálfkrafa uppfærslur á NAV – notendur eru því alltaf með nýjustu útgáfuna í notkun
- Enginn stofnkostnaður í hug- og vélbúnaði miðað við 36 mánaða binditíma
- Auðvelt að breyta fjölda áskrifenda á milli mánaða sem skapar sveigjanleika í rekstri
- Rekstrarkostnaður vegna hýsingar og uppfærslu á bókhaldskerfi hverfur – fyrirtæki greiða aðeins mánaðargjöld eins og þau þurfa
- Aukið rekstraröryggi þar sem kerfi og gögn eru hýst í öryggisvottuðu gagnaveri Advania og gögn eru afrituð daglega
NAV í áskrift
Hægt er að fá NAV í áskrift frá kr. 13.700 án vsk. á mánuði. Slík áskrift felur í sér aðgang eins notenda að grunnkerfi Microsoft Dynamics NAV. Fjöldi annarra áskriftarmöguleika stendur viðskiptavinum til boða.
Mikill ávinningur fyrir viðskiptavini
„Upplýsingatækni í áskrift er klárlega eitthvað sem fyrirtæki eiga að kynna sér, með henni fá þau mikinn sveigjanleika í sínum rekstri. Það er okkur mikið ánægjuefni að geta boðið þessa öflugu viðskiptalausn með þessum hætti enda felur þetta í sér mikinn ávinning fyrir okkar viðskiptavini. Fyrirtæki vilja einbeita sér að sinni kjarnastarfsemi og láta aðila eins og okkur um tölvurekstur og hýsingu. Krafa dagsins er hagræði og sveigjanleiki og henni mætum við með svona lausnum,“ segir Gunnar Ingimundarson framkvæmdastjóra Viðskiptalausna hjá Advania.
Panta NAV í áskrift
Sendu okkur línu og við svörum þér um hæl.