Nýjasta nýtt - 24.06.2011

Meniga semur við Skýrr

Meniga hefur samið við Skýrr um heildarlausn í hýsingu og rekstri

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga ehf., sem rekur samnefndan þjónustuvef fyrir heimilisfjármál almennings, hefur samið við Skýrr um heildarlausn í hýsingu og rekstri á vefumhverfi Meniga.

Samstarf til langtíma

"Við vorum að leita að traustum og öflugum samstarfsaðila, sem hefði burði til að veita okkur fyrsta flokks hýsingarþjónustu og taka þátt í uppbyggingu tæknilegra grunnviða Meniga til langtíma. Á sama tíma vildum við gæta ítrustu hagkvæmni,“ segir Viggó Ásgeirsson, markaðsstjóri og stofnandi Meniga.

„Skýrr hefur áratugareynslu af hýsingu og uppfyllir strangar kröfur alþjóðlegra gæða- og öryggisstaðla um afköst, áreiðanleika og fagmennsku. Við höfum miklar væntingar til þessa samstarfsaðila okkar og teljum að við séum þar í góðum höndum," bætir Ásgeir Örn Ásgeirsson, tæknistjóri og stofnandi Meniga, við.

Metnaðarfullt sprotafyrirtæki

„Meniga er eitt metnaðarfyllsta sprotafyrirtæki landsins í hugbúnaðariðnaði. Eigendur fyrirtækisins gera miklar kröfur til samstarfsaðila, enda er markmið þeirra að verða leiðandi þekkingarfyrirtæki á heimsvísu á sviði veflausna fyrir heimilisfjármálin. Okkur þykir vænt um samstarf okkar við þau fjölmörgu sprotafyrirtæki í þekkingariðnaði, sem eru nú að spretta úr grasi. Þessi fyrirtæki vaxa gjarnan hratt og þurfa á miklum sveigjanleika að halda í rekstri. Það er alltaf skemmtileg áskorun að veita slíkum viðskiptavinum þjónustu,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr.

Um er að ræða miðlæga hýsingu hjá Skýrr með svokallaðri sýndarvélahögun, sem gerir fyrirtækjum kleift að skala umfang hýsingar og starfsemi hratt og hnökralaust – hvort heldur um er að ræða vöxt eða tímabundinn samdrátt í einhverjum þáttum. Hýsing vefkerfa Meniga er í öruggu rekstrarumhverfi hjá Skýrr, sem er hýst, afritað og vaktað allan sólarhringinn.


 

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.