Fréttir - 4.2.2022 16:07:00
Microsoft valdi Advania samstarfsaðila ársins 2022
Advania hlaut í dag viðurkenningu frá Microsoft fyrir að vera samstarfsaðili ársins 2022. Tilkynnt var um verðlaunin í gær á fögnuði með samstarfsaðilum Microsoft sem haldinn er árlega í Danmörku.
Á myndinni eru þau Heimir Fannar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania ásamt Berenice Barrios, deildarstjóra á rekstrarlausnasviði Advania og forsvarsmönnum Microsoft á Norðurlöndunum.
Advania hlaut í dag viðurkenningu frá Microsoft fyrir að vera samstarfsaðili ársins 2022. Tilkynnt var um verðlaunin í gær á fögnuði með samstarfsaðilum Microsoft sem haldinn er árlega í Danmörku.
,,Við erum þakklát fyrir viðurkenninguna og í skýjunum með samstarfið,” segir Berenice Barrios, Microsoft-sérfræðingur og deildarstjóri á rekstrarlausnasviði Advania.
Advania er stærsti samstarfsaðili Microsoft á Íslandi með ört vaxandi hóp sérhæfða Microsoft-sérfræðinga innan sinna raða. Fyrirtækið er leiðandi á sviði skýjavæðingar og leika lausnir Microsoft þar lykilhlutverk.