Nýjasta nýtt - 15.11.2017 15:21:00

Minni pappírssóun og færri bílferðir

Starfsfólk á HSN - Heilbrigðisstofnun Norðurlands snarminnkaði pappírsnotkun, dró verulega úr akstursferðum og lækkaði símakostnað með því að taka upp Office 365 lausnina

Starfsfólk á HSN - Heilbrigðisstofnun Norðurlands snarminnkaði pappírsnotkun, dró verulega úr akstursferðum og lækkaði símakostnað með því að taka upp Office 365 lausnina.


Við hjá Advania aðstoðuðum við að bæta rafræn samskipti innan stofnunarinnar með því að innleiða kerfið. Við erum stolt af árangrinum sem framsækið starfsfólk heilbrigðisstofnunarinnar náði og tókum fagnandi við viðurkenningu á verkefninu frá Microsoft Ísland á dögunum.


Heilbrigðisstofnun Norðurlands þjónustar stórt landsvæði og starfrækir 18 heilsugæslustöðvar, fjögur sjúkrahús og þrjú hjúkrunarheimili. Hingað til hefur mikill kostnaður farið í akstursferðir og símtöl starfsfólks þvert á umdæmið. Með bættu rafrænu samskiptaumhverfi hefur starfsfólkinu tekist að fækka bílferðum, minnka símakostnað og draga úr pappírsnotkun.


Microsoft Ísland blés til fögnuðar í Ægisgarði á dögunum og veitti framúrskarandi verkefnum samstarfsaðila sinna verðlaun. Í flokknum hagræðing reksturs eða Optimizing Operations hlaut Advania verðlaun fyrir verkefnið með Heilbrigðisstofnun Norðurlands.


Advania hlaut einnig verðlaun í flokknum umbreyting vöruframboðs eða Transforming Products fyrir verkefnið Síminn Pay. Lausnin gerir fólki kleift að greiða fyrir vörur og þjónustu með snjallsímanum sínum.
Sigurður Friðrik Pétursson vörustjóri Microsoft hjá Advania tók við verðlaunum fyrir hönd Advania.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.