Nýjasta nýtt - 06.12.2011
Myllusetur semur við Skýrr
Útgáfufélagið Myllusetur hefur samið við Skýrr um heildarlausn í útvistun upplýsingatækni.
Útgáfufélagið Myllusetur hefur samið við Skýrr um heildarlausn í útvistun upplýsingatækni. Um er að ræða miðlæga hýsingu með kerfisleiguhögun á öllu tölvuumhverfi, hugbúnaðarlausnum og gögnum Mylluseturs.
Hýsing kerfanna hjá Skýrr er með þeim hætti að starfsfólk Mylluseturs fær hnökralausan aðgang að eigin vinnuumhverfi, gögnum og hugbúnaði gegnum öfluga gagnatengingu við Skýrr. Tengingin er við öruggt umhverfi, sem er hýst, afritað og vaktað í tölvusölum Skýrr allan sólarhringinn. Öll tengd þjónusta við tölvukerfi Mylluseturs er innifalin í samningnum, ásamt vildarkjörum í vélbúnaðarkaupum, en Skýrr er meðal annars umboðsaðili Dell á Íslandi.
„Myllusetur er eitt sterkasta útgáfufélag landsins og gefur meðal annars út Viðskiptablaðið, Fiskifréttir, Hestablaðið og Íslenska sjómannaalmanakið, ásamt því að reka vefmiðlana vb.is, fiskifrettir.is og hestabladid.is. Það segir sig sjálft að gögn útgáfufélags eru lífæð þess og hnökralaust aðgengi starfsfólks er einkar mikilvægt. Fyrirtæki af þessu tagi gera miklar kröfur til samstarfsaðila sinna og það er skemmtileg áskorun að veita þeim fyrsta flokks þjónustu,“ segir Davíð Þór Kristjánsson, sölustjóri hjá Skýrr.