Nýjasta nýtt - 06.12.2011

Myllusetur semur við Skýrr

Útgáfufélagið Myllusetur hefur samið við Skýrr um heildarlausn í útvistun upplýsingatækni.

Útgáfufélagið Myllusetur hefur samið við Skýrr um heildarlausn í útvistun upplýsingatækni. Um er að ræða miðlæga hýsingu með kerfisleiguhögun á öllu tölvuumhverfi, hugbúnaðarlausnum og gögnum Mylluseturs.

Hýsing kerfanna hjá Skýrr er með þeim hætti að starfsfólk Mylluseturs fær hnökralausan aðgang að eigin vinnuumhverfi, gögnum og hugbúnaði gegnum öfluga gagnatengingu við Skýrr. Tengingin er við öruggt umhverfi, sem er hýst, afritað og vaktað í tölvusölum Skýrr allan sólarhringinn. Öll tengd þjónusta við tölvukerfi Mylluseturs er innifalin í samningnum, ásamt vildarkjörum í vélbúnaðarkaupum, en Skýrr er meðal annars umboðsaðili Dell á Íslandi.

„Við skoðuðum markaðinn með það fyrir augum að finna hagkvæma og sveigjanlega lausn, sem gerir starfsfólki okkar meðal annars kleift að nálgast gögn sín miðlægt, hvar og hvenær sem er. Jafnframt vildum við útvista upplýsingatækni á heildrænan hátt til öflugs þjónustuaðila. Skýrr hefur langa reynslu af hýsingu og upplýsingatækniþjónustu. Fyrirtækið uppfyllir alþjóðlega gæða- og öryggisstaðla og við teljum okkur í góðum höndum,” segir Sævar Helgason, kerfisstjóri Mylluseturs.

„Myllusetur er eitt sterkasta útgáfufélag landsins og gefur meðal annars út Viðskiptablaðið, Fiskifréttir, Hestablaðið og Íslenska sjómannaalmanakið, ásamt því að reka vefmiðlana vb.is, fiskifrettir.is og hestabladid.is. Það segir sig sjálft að gögn útgáfufélags eru lífæð þess og hnökralaust aðgengi starfsfólks er einkar mikilvægt. Fyrirtæki af þessu tagi gera miklar kröfur til samstarfsaðila sinna og það er skemmtileg áskorun að veita þeim fyrsta flokks þjónustu,“ segir Davíð Þór Kristjánsson, sölustjóri hjá Skýrr.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.