Nýjasta nýtt - 25.10.2011

Norðurál semur við Skýrr um þróun á nýju framleiðslukerfi

Skýrr mun afhenda kerfið til Norðuráls haustið 2012.

Norðurál hefur undirritað samning við Skýrr um þróun á nýju skráningar- og áætlunarkerfi fyrir alla framleiðslu  Norðuráls. Skýrr mun afhenda kerfið til Norðuráls haustið 2012. 

"Við þróun kerfisins nýtir Skýrr sér þekkingu sem byggst hefur upp hjá fyrirtækinu gegnum árin, en það hefur unnið ýmis verkefni á þessu sviði fyrir álver og iðnfyrirtæki. Lykilatriði í þessu samstarfi er að Skýrr hefur mikla reynslu af smíði og þróun sérhæfðra upplýsingakerfa fyrir viðskiptavini. Við sömdum við fyrirtækið að undangengnu löngu ferli þar sem við skoðuðum allt frá tækni til hagkvæmni í rekstri," segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls.

Kröfuharður viðskiptavinur

"Skýrr hefur gegnum árin hannað og unnið flókin upplýsingakerfi þar sem reynt hefur á nýjustu tækni og hugvit. Í þessu samhengi vil ég sérstaklega nefna gerð viðamikilla kerfa fyrir hitaveitur, verksmiðjur og stór iðnfyrirtæki, sem byggja á stórum gagnagrunnum, miklum fjölda notenda og ströngum kröfum um öryggi, uppitíma og hnökralausan rekstur. Norðurál er framsækinn notandi upplýsingatækni, sem gerir miklar kröfur til sinna birgja. Við hlökkum til að takast á við þetta spennandi þróunarverkefni," segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr.

Um Norðurál

Álver Norðuráls ehf. á Grundartanga var gangsett í júní 1998 með 60 þúsund tonna framleiðslugetu og 160 starfsmenn. Árið 2010 framleiddi Norðurál um 275 þúsund tonn af áli. Fyrirtækið hefur í dag ríflega 500 starfsmenn  og er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. 

Um Skýrr

Skýrr hefur um 1.100 starfsmenn. Þar af starfa um 500 hjá Skýrr á Íslandi og 600 til viðbótar hjá dótturfélögum fyrirtækisins í fjórum löndum. Skýrr býður fjölbreyttar lausnir og þjónustu, sem spanna upplýsingatækni frá A til Ö. Starfsemi Skýrr er vottuð samkvæmt alþjóðlegu gæða- og öryggisstöðlunum ISO 9001 og ISO 27001.



Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.