30.08.2021

Ný Dell Latitude lína

Nýja Latitude línan býður upp á ríkulegt úrval af eiginleikum til að auðvelda notendum alla notkun og umsýslu.

Sigfús Jónasson, vörustjóri hjá Advania skrifar:

Á hverju ári kynna tölvuframleiðendur nýjar vörulínur þar sem ítarlega er farið ofan í helstu nýjungar. Eftirvæntingin er gjarnan mikil og að baki hverri kynningu liggja margir klukkutímar í rannsóknar- og þróunarvinnu. Allt er þetta gert til að mæta þörfum markaðarins en ekki síður til að hanna lausnir sem eru á undan sinni samtíð og skera framleiðendur frá samkeppnisaðilum. Á þessu ári urðu engar breytingar þar á og kynnti tölvuframleiðandinn Dell nýja línu af Latitude fyrirtækjafartölvum. Línan er sérstaklega hugsuð fyrir starfsfólk sem sinnir almennri skrifstofuvinnu, hvort sem unnið er á ferðinni, heima við eða á skrifstofunni. Latitude fartölvur hafa verið góðir vinnufélagar viðskiptavina okkar í áratugi og nýja línan styrkir aðeins þetta samband með nútímalegum eiginleikum sem gerðir eru til að mæta fjölbreyttum kröfum neytenda og hefur innblásturinn komið úr mörgum áttum. 

 

Aukin gæði í hljóð- og myndbúnaði


Óhætt er að segja að Covid-19 hafi haft stefnumótandi áhrif á vöruhönnun þar sem bregðast þurfti við nýjum veruleika með aukinni fjarvinnu í huga. Birtingarmynd þess eru betri hljóðgæði í Dell fartölvum svo hægt sé að taka fjarfundi án aðkomu hátalara eða heyrnartóla. Margir tölvuframleiðendur eru ennfremur að auka gæði vefmyndavéla með því að hörfa frá hefðbundinni HD (1280x720) upplausn og er meira um vefmyndavélar með FHD (1920x1080) upplausn í nýju Latitude línunni. Annað dæmi um breyttar áherslur í vöruhönnun er aukin krafa neytenda um samfélagslega ábyrgð í rekstri og atferli fyrirtækja. Rannsóknir hafa sýnt að samfélagsábyrgð spili hlutverk í kauphegðun neytenda og hafa mörg fyrirtæki svarað þessu ákalli og brugðist við með ábyrgari hætti en áður. Í þessu samhengi má nefna að Latitude fartölvur hafa sjaldan verið hannaðar úr eins miklu magni af endurunnum efnum. Latitude 5000 er t.d. ein af fyrstu línunum til að nota endurunnar koltrefjar í framleiðslu og jafnframt sú fyrsta til að innihalda 21% af lífplasti (e. bioplastics) í bakhlið skjásins sem unnið er úr trjáum. Með þessu er verið að leggja lóð á vogarskálar þess að finna nýjar og umhverfisvænni leiðir til að framleiða tölvubúnað. Flestar Dell fartölvur bera jafnframt viðurkenndar vottanir, eins og ENERGY STAR, EPEAT eða TCO, og þessar merkingar má finna á vöruspjaldi hverrar vöru í vefverslun okkar. Ennfremur er horft til þeirra áhrifa sem tölvubúnaður hefur á notendur og eru Latitude fartölvur fáanlegar með ComfortView skjá sem er sérhannaður til að draga úr óþægindum sem blágeislar geta valdið augum. Blágeislar geta meðal annars dregið úr einbeitingu og aukið augnþreytu og því er þessi eiginleiki mikilvægur þáttur í að láta notendum líða betur í vinnunni. Á sama tíma er passað að skjárinn gefi ekki eftir í litanákvæmni eða öðrum gæðum.  

 

 

Öryggi í fyrirrúmi


Ef skautað er í gegnum almennar tæknibreytingar má nefna að allar Latitude fartölvur hafa nýjustu uppfærslu af Intel örgjörvum. Kælitæknin er endurbætt með auknu loftstreymi til að bæta rafhlöðuendingu og viðbragðstíma. Meira er um 15“ útfærslu, 2-in-1 umgjörð og UHD (3840x2160) upplausn en áður hefur verið. Ákveðnar útgáfur eru svo fáanleg með allt að 64GB vinnsluminni og möguleika á skjákorti sem eykur fjölbreytileikann í Latitude línunni. Ljóst er að sveigjanleiki á vinnustöðum er mikið til umræðu og því ekki ólíklegt að notkun á 4G neti eigi eftir að aukast á næstunni. Nýja línan er undir þetta búin og innihalda margar gerðir véla 4G og jafnframt eSIM möguleika þar sem ekki er þörf á hefðbundnu SIM korti og hægt er að para rafræna eSIM kortið við þjónustuaðila. Að auki þessu hefur umgjörðin tekið breytingum og allar línurnar eru nettari en áður sem þýðir að þær taka minna pláss á borði. Þessi þægindi aukast eftir því sem hærra er farið í línum eins og ummálin sýna: Latitude 5420 (19,3 x 321,35 x 212 mm) og Latitude 7420 (17,27 x 321,35 x 208,69 mm). Öryggi hefur verið mikið til umræðu síðastliðin ár og ekki er slegið af kröfum í nýju línunni. Boðið er upp á marga og fjölþætta öryggisþætti til að hlúa að öryggisstefnu fyrirtækja. Þar má nefna IR vefmyndavél fyrir andlitsgreiningu (e. face recognition) en mörg fyrirtæki hafa innleitt stefnu þar sem lykilorð eru óþörf við innskráningu. Annar möguleiki er fingrafaralesari sem flestar Latitude fartölvur bjóða upp á og hægt er að nýta með Windows Hello. Möguleikarnir eru þó mun fleiri og eru nýju vélarnar sömuleiðis fáanlegar með Smartcard- og NFC lesara svo dæmi séu tekin.  

 

 

Dell Optimizer - sniðið að þínum þörfum


Sú nýjung sem hefur líklega stolið senunni þetta árið er forrit sem heitir Dell Optimizer og fylgir nýju línunni. Optimizer aðlagar tölvuna að þörfum hvers og eins en notendur geta t.d. stillt hvaða forrit skipta þá mestu máli. Þannig verður öll vinna skilvirkari og vélin ræður betur við fyrirliggjandi verkefni. Þessi eiginleiki í Optimizer heitir ExpressResponse en möguleikarnir eru mun fleiri í forritinu, t.d. má auka öryggi, rafhlöðuendingu og fleira.

Nýja Latitude línan býður upp á ríkulegt úrval af eiginleikum til að auðvelda notendum alla notkun og umsýslu. Við viljum endilega heyra frá þér og fara betur ofan í saumana á hverri línu til að finna fartölvu sem hentar þínum verkefnum. Hægt er að hafa samband í gegnum sala@advania.is eða með því að bóka ráðgjafa okkar á fund.

 

Sjáðu Dell Latitude í vefverslun Advania -> 

 

Fleiri fréttir

Fréttir
07.02.2025
Í dag fer fram ráðstefnudagur hinnar árlegu UTmessu í Hörpu. Á UTmessunni koma saman helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins til að deila nýjungum, hvetja fólk til að kynnast iðnaðinum og sýna hvað tæknin getur gert fyrir daglegt líf. Þetta er í 15. skipti sem UTmessan er haldin.
Blogg
04.02.2025
Í yfir 20 ár hefur Wi-Fi tæknin haldið heiminum tengdum og fylgt sívaxandi þörfum fyrirtækja og notenda. Nú eru þráðlaus netkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr, og með Wi-Fi 7 er tekin enn stærri skref í átt að hraðari, stöðugri og afkastameiri nettengingum.
Blogg
03.02.2025
DeepSeek-R1 líkanið er nú fáanlegt sem NVIDIA NIM og keyrir á NVIDIA HGX H200 þjónum, sem gerir forriturum kleift að gera tilraunir á öruggan hátt með gervigreind.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.