Nýjasta nýtt - 13.10.2011

Nýir stjórnendur hjá Skýrr

Lilja Brynja fjármálastjóri samstæðureikningsskila og Garðar Már forstöðumaður Skýrr á Akureyri

Lilja Brynja Skúladóttir hefur verið ráðin sem fjármálastjóri samstæðureikningsskila Skýrr. Hún mun bera ábyrgð á samstæðuuppgjöri og reikningsskilum samstæðunnar, ásamt því að sjá um framkvæmd innra eftirlits og innri endurskoðunar. Lilja Brynja er löggiltur endurskoðandi frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður hjá KPMG og sem forstöðumaður reikningshalds hjá Icelandic Group og Askar Capital. 

Garðar Már Birgisson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður Skýrr á Akureyri. Garðar Már er tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann var áður yfirmaður tölvudeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, stjórnandi TM Software á Akureyri, yfirmaður hugbúnaðardeildar Íslenskrar erfðagreiningar á Akureyri og framkvæmdastjóri Theriak. Um 40 manns starfa hjá Skýrr á Norðurlandi.

Skýrr er stærsta upplýsingatæknifyrirtæki Íslands og 9. Stærsta UT-fyrirtæki Norðurlanda með starfsemi í fjórum löndum: Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Lettlandi. Starfsfólk fyrirtækisins er um 1.100 talsins og þar af vinna um 600 á Íslandi. Skýrr veitir þúsundum kröfuharðra viðskiptavina fjölbreytta þjónustu og lausnir í hugbúnaði, vélbúnaði, rekstrarþjónustu og ráðgjöf. Vöruúrval og þjónusta fyrirtækisins spannar upplýsingatækni frá A til Ö.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.