Nýjasta nýtt - 27.08.2012

Nýr framkvæmdastjóri Advania í Noregi

Ole Morten Settevik hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Advania í Noregi.

Ole Morten Settevik hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Advania í Noregi. Ole Morten er hagfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla og hefur viðamikla reynslu úr norsku atvinnulífi.

Undanfarin ár hefur Ole Morten starfað sem forstjóri norska hugbúnaðarfyrirtækisins Bluegarden, sem sérhæfir sig á sviði mannauðslausna. Hann gegndi áður meðal annars stjórnunarstöðum hjá IBM og IDC í Noregi og var um árabil forstjóri Microsoft í Noregi. Ole Morten hefur enn fremur setið í stjórn Advania í Noregi undanfarin misseri. Samhliða þessum verkefnum hefur hann í liðlega tvo áratugi sinnt stjórnarstörfum hjá fjölmörgum fyrirtækjum í norskum þekkingariðnaði.

„Ég þekki vel til Advania og starfsemi fyrirtækisins í Noregi. Það er spennandi áskorun að vera hluti af öflugu stjórnendateymi í sóknarhug, sem byggir nú upp eitt af tíu stærstu upplýsingatæknifyrirtækjum Norðurlanda. Það er þess vegna sannkallað tilhlökkunarefni að taka við stjórnartaumunum í Noregi,“ segir Ole Morten.

“Ole Morten hefur yfirgripsmikla þekkingu á upplýsingatækni og víðtæka reynslu úr norsku atvinnulífi. Hann hefur sýnt það í sínum stjórnarstörfum hjá Advania, að hann er fyrsta flokks leiðtogi, sem hefur mikla samskiptahæfileika og góðan skilning á þörfum viðskiptavina. Við væntum góðra hluta af Ole Morten og í honum felst mikill liðsstyrkur," segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.

Hjá Advania í Noregi starfa í dag um 170 manns, en hjá samstæðunni starfa á heildina tæplega 1.100 manns og þar af tæplega 600 á Íslandi, 300 í Svíþjóð og 20 í Lettlandi.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.