Blogg - 05.09.2012

Nýr snjallsímavefur fyrir Innu opnar fjölmarga nýja möguleika fyrir skólafólk

Inna er skólastjórnunarkerfi. Nýjasta viðbótin við Innu er vefviðmót sem hentar notendum snjallsíma og spjaldtölva.

Inna er skólastjórnunarkerfi sem notað er til að stýra námsframboði í skólum, nemendaskrá, umsóknarferli, viðveru, skipulagningu náms og stundatöflugerð. Meðal notenda kerfisins eru nemendur, foreldrar, námsráðgjafar, kennarar og skólastjórnendur. Notendur kerfisins í dag eru um 3.000 starfsmenn skóla, um 28.000 nemendur og um 17.000 forráðamenn.

Nýjasta viðbótin við Innu er vefviðmót sem hentar notendum snjallsíma og spjaldtölva. Með snjallsímavef Innu er komið til móts við allan þann fjölda sem í dag notar snjalltæki í daglegum störfum. Með snjallsímavefnum er auðvelt og fljótlegt að nálgast og nota helstu aðgerðir Innu hvar og hvenær sem er. 

Viðmót fyrir nemendur

Nemendur geta skoðað stundatöflu og skilaboð frá kennara, tilkynningar frá skóla eins og til dæmis veikindatilkynningar kennara og lista yfir bækur sem kenndar eru í áfanga sem nemandi er skráður í. Nemandi getur skoðað upplýsingar um sjálfan sig og breytt þeim. Í stundatöflu nemanda eru birtar upplýsingar um tíma, kennara, stofu og skilaboð frá kennara.

Viðmót fyrir kennara

Kennari getur skoðað stundatöflu, tilkynningar frá skóla og upplýsingar um sína hópa og umsjónarnemendur. Einnig getur hann skráð viðveru hóps, sent tilkynningu á nemanda eða hóp, hringt í nemanda og sett inn skilaboð fyrir kennslustund. Í stundatöflu kennara eru birtar upplýsingar um tíma, hóp, stofu og skilaboð. 

Kennari getur skráð viðveru á hóp úr stundatöflu og skoðað nemendur hópsins. Kennari getur skoðað grunnupplýsingar um nemandann, sent á hann póst ef netfang er skráð og hringt í hann ef sími er skráður. Kennari getur sett inn skilaboð á tíma sem birt eru hjá nemendum þegar hann skoðar tímann í stundatöflunni sinni. 

Vefurinn er á slóðinni https://m.inna.is og er aðgengilegur fyrir alla notendur Innu.

Hafa samband
Ef þú hefur áhuga á því að fá að vita meira um snjallsímavef Innu smelltu þá tölvupósti á snillingana í Innu hópnum. Þau vita allt um þessi mál og hefðu bara gaman að því að fá póst frá þér.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.