Blogg - 04.02.2014

Ísland – stórasta land í heimi á vefnum!

Við bjuggum til stutt myndband um af hverju vefir skipta fyrirtæki miklu máli og hversu margþætt verkefni það er að gera góðan vef sem skilar fyrirtækinu og notendum raunverulegum ávinningi.

Við kynnum nýtt myndband um mikilvægi góðra vefja. Eins og margir vita eru Íslendingar afar duglegir að nota netið í leik, námi og starfi og kemur það m.a. fram í nýjum Hagtíðindum Hagstofu Íslands frá 27. janúar s.l  Þar er sagt frá mörgum skemmtilegum staðreyndum um mikla netnotkun landans:

  • 95% Íslendinga teljast virkir netnotendur sem er hæsta hlutfall sem mælist í Evrópu
  • Helmingur netnotenda tengjast netinu með farsímum eða snjallsímum
  • 58% netnotenda höfðu verslað á netinu undanfarið ár
  • 85% fyrirtækja eru með eigin vefsíðu og þar af 35% með þann möguleika að panta vöru og þjónustu
  • 59% íslenskra fyrirtækja nota samfélagsmiðla og það er hæsta hlutfall sem þekkist í Evrópu

Við hjá Advania fylgjumst að sjálfsögðu með þessari þróun og sjáum skýr dæmi um hvernig vefir verða sífellt mikilvægari fyrir starfsemi fyrirtækja. Við leggjum metnað okkar í að gera notendavæna og arðbæra vefi fyrir okkar viðskiptavini og datt í hug að búa til stutt myndband um það af hverju vefir skipta fyrirtæki svona miklu máli. Að gera góðan vef er nefnilega margþætt verkefni sem skilar fyrirtækinu og notendum raunverulegum ávinningi. 

  

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.