Nýjasta nýtt - 10.7.2015 14:45:00

Öflug afgreiðslukerfi Advania bæta þjónustuna

Advania innleiddi ný kerfi í Grandaúibú Íslandsbanka

Þegar Íslandsbanki hóf vinnu við opnun nýs útibús við Fiskislóð á Granda var markmið sett um að búa til öfluga fjármálamiðstöð með áherslu á ráðgjöf. Hönnun útibúsins og virkni þess átti að taka mið af breyttum áherslum í þjónustu, einkum því að leggja megin áherslu á ráðgjafaþjónustu, og auka möguleika viðskiptavina til sjálfsafgreiðslu við einfaldari aðgerðir. 

Í þessu skyni leitaði Íslandsbanki til Advania um kaup og innleiðingu á búnaði sem myndi uppfylla kröfur bankans og væntingar. Advania státar af víðtæku úrvali afreiðslu- og hugbúnaðar, og veitir heildarlausnir á því sviði. 

Bankinn tók í notkun svokallaða innlagnarbanka þ.e. hraðbanka sem geta tekið á móti peningum til innlagnar. Að auki var afgreiðsluhugbúnaður allra hraðbanka útibúsins uppfærður og geta viðskiptavinir nú m.a. greitt reikninga, afgreitt sig sjálfir um ný PIN-númer fyrir greiðslukort, og millifært milli eigin reikninga. Advania afgreiddi bankann jafnframt um myntafgreiðsluvél, en með henni geta fyrirtæki og einstaklingar afgreitt sig sjálf um skiptimynt í rúllum og seðlum. 

Advania sá útibúinu jafnframt fyrir nýju afgreiðslukerfi og nýjum gjaldkeravélum sem auka öryggi við peningavörslu í gjaldkerastúkum til muna.

Enn ein nýjungin sem Advania útfærði fyrir útibúið var PinPad, sem gerir viðskiptavinum kleift að undirrita færslur með PIN númeri greiðslukorta sinna, og kemur í stað undirritunar á pappír. 

„Starfsfólk okkar vann mjög þétt með Íslandsbanka við undirbúning og innleiðingu. Við áttum mjög gott samstarf og erum stolt af útkomunni. Nýja útibúið er glæsilegt og búið öflugum hug- og tækjabúnaði sem kemur til með að gera upplifun viðskiptavina enn betri“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.