Blogg - 29.1.2018 10:56:00

Ofurtölvur sem bylta læknisfræði

Ofurtölvur geta spáð fyrir um veður, líkt eftir eiginleikum líffæra mannslíkamans og mögulega leyst af hólmi tilraunir á dýrum. Ofurtölvurnar hafa sífellt meiri áhrif á daglegt líf okkar.

Ofurtölvur geta spáð fyrir um veður, líkt eftir eiginleikum líffæra mannslíkamans og mögulega leyst af hólmi tilraunir á dýrum. Ofurtölvurnar hafa sífellt meiri áhrif á daglegt líf okkar.

Tölvurnar eru kallaðar HPC (High Performance Computing) og hafa gríðarlega afkasta- og reiknigetu. Þær eru notaðar í ýmsum atvinnugreinum til að leysa flókin tölfræðileg úrlausnarefni og eru í raun samstæður margra tölva sem tengdar eru saman með háhraðatengingu. Kraftar þeirra eru til dæmis nýttir í tækniþróun, í fjármálageiranum og í byltingakenndum læknisfræðirannsóknum. Ofurtölvur gefa því fyrirheit um talsvert breytta framtíð sem reynt er að skyggnast inn í í nýju podcasti Advania.

HPC-tölvur eru meðal annars hýstar í gagnaverum Advania. Þar er hægt að fá aðgengi að ofurtölvuafli til lengri eða skemmri tíma eða leigja pláss og sérfræðiþjónustu við ofurtölvur. Afkastamælingar sýna að ofurtölva afkastar 6-7% meira á Íslandi en algengt er erlendis, þökk sé vondu veðri og þekkingu íslenskra sérfræðinga. 

Í podcastinu um uppgang ofurtölvannar er rætt við Gísla Kr Katrínarson, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs hjá Advania Data Centers. Þar segir hann frá helstu ástæðum þess að erlend fyrirtæki sækist eftir þjónustu við ofurtölvur hér á landi. Hvernig tölvurnar nýtast í almannaþágu og hvers vegna talið er að innan örfárra ára verði meirihluti vöruframleiðenda í heiminum farinn að álagsprófa vörur sínar með ofurtölvum.

 


Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.