Nýjasta nýtt - 12.03.2012

Ölgerðin innleiðir Microsoft Dynamics AX

Ölgerðin fór á kostum við innleiðingu kerfisins.

Nýlega var  MicrosoftDynamics AX gangsett hjá Ölgerðinni. Microsoft Dynamics AX verður aðal viðskiptakerfi Ölgerðarinnar og mun sjá um flestar hliðar rekstursins, allt frá fjárhag til framleiðslu. 

Verkefnið hefur verið rúmt ár í vinnslu og er ein viðamesta innleiðing sem Faglausnir Advania hafa komið að um nokkurt skeið.

GÓÐ SAMVINNA ER LYKILL AÐ VELGENGNI
Til að svona stórt og flókið verkefni heppnist vel þarf reynslumikið og þrautseigt fólk að manna hverja stöðu. Starfsfólk Ölgerðarinnar fékk það svigrúm sem þurfti til að geta eignað sér verkefnið jafnmikið og okkar ráðgjafar og forritarar gerðu, en ég tel það vera lykillinn að velgengninni. Verkefnahópur Advania þakkar fyrir skemmtilegt og lærdómsríkt ár, segir Einar Hannesson sem stýrði verkefninu af miklum eldmóð fyrir hönd Advania .

FRÁBÆR STEMMING Í ÖLGERÐINNI
Við innleiðingu verkefnisins fór Ölgerðin á kostum og virkjaði starfsfólk sitt til að fylgjast með og taka þátt í innleiðingunni á nýja kerfinu. Settir voru upp skemmtilegir borðar með merkingunni „D-dagurinn“, niðurtalningaklukka var sett í gang í anddyrinu og ráðgjafarnir voru klæddir í áberandi boli þannig að eftir þeim væri tekið.

VEL HEPPNUÐ INNLEIÐING
Við erum mjög stolt og ánægð með útkomuna. Starfsmenn okkar lögðu mikið á sig í öllu ferlinu sem núna hefur tekið vel á annað ár. Við ákváðum strax að fá starfsfólk að verkefninu eins mikið og hægt var. Við skiptum verkefninu niður í smærri viðráðanlegri einingar, skipuðum vinnuhópa í hverri einingu fyrir sig sem síðan leiddi viðkomandi starf. Að auki skipuðum við hóp af ofurnotendum sem tóku þátt í ferlinu frá upphafi til enda. Skipulag, jákvæðni og mikil vinna margra lögðu grunninn að vel heppnaðri innleiðingu. Verkefnið var að öllu leiti mjög vel heppnað, skipulagningin til sóma og ekki síst innleiðingarþátturinn, sem oft vill gleymast, til algjörrar fyrirmyndar. sagði Hafsteinn Ingibjörnsson hjá Ölgerðinni.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.