Nýjasta nýtt - 20.12.2011

Flugfélagið Primera Air semur við Skýrr

Primera Air hefur samið við Skýrr um heildarlausn í hýsingu og rekstri.

Flugfélagið Primera Air hefur samið við Skýrr um heildarlausn í hýsingu og rekstri á upplýsingatækniumhverfi sínu á Íslandi. Í samningnum felst meðal annars að Skýrr hýsir um fimmtíu netþjóna Primera Air í rammgerðum vélasölum með öruggu gagnasambandi á háhraðaneti. Við undirbúning samstarfsins var lögð mikil áhersla á áreiðanleika, hagkvæmni og öryggi lausnarinnar.

Áhyggjulaus útvistun

"Skýrr er leiðandi aðili í upplýsingatækni og sérhæft í hýsingu og rekstri. Við teljum okkur í öruggum höndum þar á bæ. Það hentar okkur vel að útvista áhyggjulaust jaðarþáttum í starfseminni með þessum hætti og einbeita okkur að kjarnastarfsemi,” segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Primera Air.

“Hýsingarþjónusta Skýrr býður hátt öryggisstig og órofinn uppitíma allt árið um kring. Við höfum um langt árabil fjárfest markvisst í búnaði á þessu sviði. Samningurinn við Primera Air er gott dæmi um að viðskiptavinir okkar kunna vel að meta þessa uppbyggingu. Það er sérstakt ánægjuefni að samgöngufyrirtæki í fremstu röð komi til okkar í viðskipti,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr.

Um Primera Air

Primera Air rekur 6 nýlegar Boeing flugvélar og  flytur árlega tæplega milljón farþega frá stærstu borgum Norðurlanda til um 55 áfangastaða í 25 löndum. Primera Air er hluti af Primera Travel Group, sem er samstæða sem sérhæfir sig í ferðaþjónustu og er að mestu í eigu Andra Más Ingólfssonar. Primera Travel Group á og rekur Primera Air auk ferðaskrifstofa á Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi.

Um Skýrr

Skýrr býður fjölbreyttar lausnir og þjónustu, sem svara kröfum og þörfum liðlega tíu þúsund viðskiptavina í atvinnulífinu. Lausnaframboð Skýrr spannar upplýsingatækni frá A til Ö. Skýrr er stærsta fyrirtæki Íslands í upplýsingatækni, með um 600 starfsmenn hér á landi og 500 til viðbótar hjá tveimur dótturfélögum fyrirtækisins í Noregi og Svíþjóð. Starfsemi Skýrr er vottuð samkvæmt alþjóðlega gæða- og öryggisstöðlunum ISO 9001 og 27011.

 

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.