Nýjasta nýtt - 20.12.2011
Prófaðu skrifstofuna í skýinu
Advania býður í samstarfi við Microsoft fría prufuáskrift að Office 365
Advania býður í samstarfi við Microsoft fría prufuáskrift að Office 365, sem gjarnan er nefnt „skrifstofan í skýinu“. Með Office 365 fær starfsfólk það sem þarf til að ná árangri í daglegum störfum. Í Office 365 er hugbúnaður og gögn hýstur í tölvuskýi Microsoft og því tryggt að fyrirtæki þitt er ætíð með nýjustu útgáfu af þeim Microsoft Office-hugbúnaði sem nýttur er dagsdaglega.
Tölvuský tilheyrir fjölskyldu hýsingarlausna, sem stundum eru kölluð kerfisleiga (Application Service Provision; ASP) og hugbúnaðarveita (Software-as-a-Service; SaaS). Advania hefur boðið íslensku atvinnulífi miðlægan rekstur tölvukerfa og kerfisleigu um nokkurra áratuga skeið.
Office 365 innifelur eftirfarandi snilldarhugbúnað:
- Hámarksafköst með Office Professional Plus pakkanum; Access, Excel, InfoPath, OneNote, Outlook, PowerPoint, SharePoint Workspace og Word
- Tölvupóstur með Exhange Online
- Spjall og fjarfundir með Lync Online
- Samvinna og gagnavistun með SharePoint Online
- Aðgangur að skjölum hvar og hvenær sem er með Office WebApps
Hvað er tölvuský?
Í fróðleiksskyni er vert að nefna að tölvuský (cloud computing) er eitt heitasta umræðuefnið í upplýsingatækni. Tölvuský snýst um að hýsa hugbúnað og gögn miðlægt í gagnaveri þjónustuaðila. Notendur nálgast síðan hugbúnað og gögn gegnum netið og gjarnan með hefðbundnum vafra í vefþjónustu. Slík miðlæg tölvuvinnsla í hýsingu getur stóraukið jafnt rekstraröryggi og uppitíma, sem og sveigjanleika til hvort heldur fjölgunar eða fækkunar notenda.
Notkun á tölvuskýi í gagnaveri er yfirleitt áskriftarþjónusta þar sem ýmist er borgað fast mánaðargjald eða gjald samkvæmt notkun. Fjárfesting viðskiptavina við upphaf þjónustu er ýmist lítil eða engin. Fyrirtæki og stofnanir sjá mikil færi til rekstrarhagræðingar í tölvuskýjum, enda gera þau kleift að ná niður kostnaði og lengja líftíma vélbúnaðar.Tölvuský tilheyrir fjölskyldu hýsingarlausna, sem stundum eru kölluð kerfisleiga (Application Service Provision; ASP) og hugbúnaðarveita (Software-as-a-Service; SaaS). Advania hefur boðið íslensku atvinnulífi miðlægan rekstur tölvukerfa og kerfisleigu um nokkurra áratuga skeið.