Nýjasta nýtt - 18.08.2012

Rekstur Advania á fyrri árshelmingi 2012

Velta samstæðu Advania nam 12,9 milljörðum króna á fyrri árshelmingi 2012, sem jafngildir 5,3% vexti í tekjum frá sama tímabili í fyrra. Öll félög innan samstæðunnar stóðu sig betur á fyrri árshelmingi 2012 en áætlanir gerðu ráð fyrir, að undanskildu Advania í Noregi.

Velta samstæðu Advania nam 12,9 milljörðum króna á fyrri árshelmingi 2012, sem jafngildir 5,3% vexti í tekjum frá sama tímabili í fyrra. Öll félög innan samstæðunnar stóðu sig betur á fyrri árshelmingi 2012 en áætlanir gerðu ráð fyrir, að undanskildu Advania í Noregi.

Að teknu tilliti til einskiptiskostnaðar í Noregi nam hagnaður samstæðunnar fyrir vexti, skatta og afskriftir (EBITDA) 502 m.kr.  Að meðtöldum einskiptiskostnaði í Noregi er heildarafkoma á fyrirhluta ársins neikvæð um 506 miljónir. Hlutfall erlendra tekna samstæðunnar á tímabilinu var 62%, en í dag starfa um 1.100 manns hjá samstæðunni í fjórum löndum: Íslandi, Noregi, Lettlandi og Svíþjóð.

Vöxtur á Íslandi og í Svíþjóð
Starfsemi félagsins á Íslandi og í Svíþjóð gekk vel á tímabilinu og talsverður stígandi í starfseminni í báðum löndum. Velta á Íslandi nam 5.465 m.kr. og jókst um 5,8% frá fyrra ári. EBITDA nam 358 m.kr. sem er 11,5% umfram áætlun. Velta í Svíþjóð nam 5.324 m.kr. og jókst um 10,3% frá sama tímabili síðasta árs. EBITDA hækkaði um 4,0% og var 183 m.kr.

Aðgerðir í Noregi
Velta í Noregi dróst saman um 7,9% á fyrri árshelmingi 2012 og nam 2.187 m.kr. Verulegur einskiptiskostnaður féll til í Noregi á tímabilinu og var EBITDA neikvæð um 486 m.kr. Afkoman í Noregi litast af tveimur stórum þáttum. Annars vegar töfðust verklok á umfangsmikilli innleiðingu viðskiptakerfis fyrir stóran viðskiptavin, en kerfið var tekið í notkun á tímabilinu. Allur kostnaður við innleiðinguna var gjaldfærður og nam hann 216 m.kr. á tímabilinu. Ljóst er að verulegir tekjumöguleikar til framtíðar eru fólgnir í endursölu viðkomandi kerfis, bæði í Noregi sem og á öðrum markaðssvæðum.

Hins vegar var ráðist í viðamiklar aðhaldsaðgerðir og skipulagsbreytingar í Noregi á og vógu þar þyngst breytingar sem gerðar voru á lífeyriskerfi starfsmanna úr réttindatengdu í iðgjaldatengt, en sú breyting hafði í för með gjaldfærslu sem nam 183 m.kr. Breytingin hafði ekki áhrif á sjóðstreymi félagsins, en hefur jákvæð áhrif á rekstur sem nemur um 70 m.kr árlega. Alls nam einskiptiskostnaður í Noregi 453 m.kr.

Vöxtur og jákvæðar horfur
„Frammistaðan í Svíþjóð og Íslandi er góð. Áætlun fyrir seinni árshelming lítur vel út en hún gerir ráð fyrir að velta ársins verði liðlega 26 milljarðar króna, sem er umfram áætlanir. Í kjölfar aðgerða sem gripið hefur verið til í Noregi er gert ráð fyrir að öll félög samstæðunnar skili afkomu á síðari hluta ársins í takt við áætlun eða betur,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.