Nýjasta nýtt - 22.06.2011

SAP velur Skýrr samstarfsaðila ársins

SAP hefur valið Skýrr samstarfsaðila ársins í BusinessObjects-viðskiptagreindarlausnum

SAP hefur valið Skýrr sem samstarfsaðila ársins í BusinessObjects-viðskiptagreindarlausnum á markaðssvæði sem telur Ísland og Danmörku.

Skýrr atti kappi við liðlega sextíu fyrirtæki í þessum flokki, jafnt á Íslandi sem í Danmörku. Verðlaunin voru veitt í Kaupmannahöfn fyrir skemmstu á árlegum fundi samstarfsaðila SAP í BusinessObjects.

Í umsögn SAP fékk Skýrr sérstaka viðurkenningu fyrir öfluga starfsemi og þjónustu í mjög erfiðu viðskiptaumhverfi. Skýrr var talið meðal einbeittustu samstarfsaðila SAP á þessu sviði með mjög skýr markmið og góðan árangur í innleiðingum hjá viðskiptavinum. Þess má geta að Skýrr var sömuleiðis söluhæsti samstarfsaðili SAP í viðskiptagreindarlausnum BusinessObjects á Íslandi og í Danmörku árið 2010.

Viðskiptagreind í hnotskurn

Viðskiptagreind snýst um að breyta gögnum í verðmætar upplýsingar. Þessar upplýsingar nýtast svo sem grundvöllur ákvarðanatöku stjórnenda fyrirtækja eða annarra starfsmanna. Lausnir frá SAP BusinessObjects mynda heildstætt umhverfi fyrir viðskiptagreind, allt frá samhæfingu gagna til áætlanagerðar og mælaborðs fyrir stjórnendur.

Skýrr hefur þjónustað SAP BusinessObjects frá árinu 1997 og viðskiptavinir koma úr öllum greinum atvinnulífsins. Viðskiptagreindarhópur Skýrr er skipaður öflugum hópi sérfræðinga sem veita ráðgjöf við stefnumótun og markmiðasetningu varðandi vöruhús gagna, gagnahreinsun, samþættingu, birtingu gagna, rekstur viðskiptagreindarumhverfis og fleira. Forstöðumaður viðskiptagreindar hjá Skýrr er Sigríður Þórðardóttir, en söluráðgjafi er Sturla Sigurðsson.

Um Skýrr

Skýrr er stærsta upplýsingatæknifyrirtæki Íslands með tæplega 1.100 starfsmenn í fjórum löndum. Skýrr veitir atvinnulífinu heildarlausnir í hugbúnaði, vélbúnaði og rekstrarþjónustu. Viðskiptavinir Skýrr á fyrirtækjamarkaði eru yfir 10 þúsund talsins og fyrirtækið hefur um þriðjungs markaðshlutdeild á neytendamarkaði. Meðal samstarfsaðila Skýrr í þekkingariðnaði eru alþjóðlegu upplýsingatæknirisarnir Dell, EMC, Microsoft, Oracle, SAP og VeriSign. Forstjóri Skýrr er Gestur G. Gestsson.

 

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.