Nýjasta nýtt - 28.01.2010

SAP verðlaunar Skýrr fyrir góðan árangur

Skýrr hlaut fyrir skemmstu þjónustuverðlaun SAP fyrir samstarfsaðila fyrirtækisins á Norðurlöndunum. Verðlaunin voru veitt fyrir mesta fjölgun viðskiptavina á þessu markaðssvæði á yfirstandandi ársfjórðungi.

Skýrr hlaut fyrir skemmstu þjónustuverðlaun SAP fyrir samstarfsaðila fyrirtækisins á Norðurlöndunum. Verðlaunin voru veitt fyrir mesta fjölgun viðskiptavina á þessu markaðssvæði á yfirstandandi ársfjórðungi.

"Verðlaunin eiga nánar tiltekið við þá viðskiptavini SAP, sem nota viðskiptagreindartól í SAP BusinessObjects-vörulínunni. SAP BO-viðskiptavinir á Íslandi eru fjölmargir og meðal þeirra eru flest stærstu fyrirtæki landsins á sviði fjármála og þjónustu. SAP hefur marga samstarfsaðila á Norðurlöndunum, þannig að það heyrir til tíðinda að litla Ísland skuli státa af mestri fjölgun viðskiptavina. Við erum skiljanlega afar stolt af þessum árangri," segir Sigrún Ámundadóttir, forstöðumaður viðskiptagreindar hjá hugbúnaðarlausnum Skýrr.

Skýrr er stærsti sölu- og þjónustuaðili viðskiptagreindarlausna á Íslandi. Fyrirtækið er umboðsaðili leiðandi aðila á alþjóðavísu í viðskiptagreind, meðal annars SAP BusinessObjects, Microsoft, Oracle og Targit. Skýrr hefur þjónustað lausnir SAP BusinessObjects allt frá árinu 2000.

Skýrr býður atvinnulífinu samþættar heildarlausnir í hugbúnaði og rekstri upplýsingakerfa. Starfsfólk Skýrr er um 330 talsins. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru liðlega 3.000.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.