Sálfræði notuð við tölvuglæpi
Tölvuglæpamönnum vex ásmegin og íslensk fyrirtæki og einstaklingar verða reglulega fyrir tölvuárásum. En að hvaða marki er Ísland varið gegn slíkum árásum?
Tölvuglæpum fjölgar
Tölvuglæpamönnum vex ásmegin og íslensk fyrirtæki og einstaklingar verða reglulega fyrir tölvuárásum. En að hvaða marki er Ísland varið gegn slíkum árásum? Þessari og mörgum fleiri spurningum verður svarað á Haustráðstefnu Advania í Hörpu, föstudaginn 12. september. Dagskráin hefur aldrei verið glæsilegri og er öllu tjaldað til á þessari afmælisráðstefnu.Helstu atriði:
- 30% starfsmanna helstu fyrirtækja landsins gefa frá sér notendanafn og lykilorð
- Fulltrúi FBI segir frá stóru ógnunum sem steðja að í upplýsingatækniheiminum
- Haustráðstefna Advania aldrei glæsilegri – nú haldin í 20. skiptið
Sofa Íslendingar á verðinum?
Á meðal þeirra sem halda erindi á ráðstefnunni er Theódór R. Gíslason hjá öryggisfyrirtækinu Syndis. Hann kynnir niðurstöður sem sýna að staða upplýsingaöryggis á Íslandi er verulega ábótavant. Stór hluti af útstöðvum fyrirtækja eru ekki uppfærðar og auðvelt er að fá notendur til að smita sínar eigin tölvur af Trójuhestum. Tölvuglæpamenn hika ekki við að blanda saman tækni og sálfræði í glæpum sínum sem sést á þeim niðurstöðum að 30% starfsmanna fyrirtækja sem fá augljóst falsaða innskráningarsíðu samfélagsmiðla, munu gefa frá sér notendanafn og lykilorð. Þá á FBI sinn fulltrúa á ráðstefnunni, en sá fjallar um sýn FBI á þær ógnir sem heimurinn stendur frammi fyrir á sviði tölvuglæpa. Farið verður yfir mismunandi tegundir af ógnum og hvernig má vinna gegn þeim.