Nýjasta nýtt - 05.02.2013

Náið samstarf Advania og HR

Háskólinn í Reykjavík og Advania hafa gert með sér samning um viðamikið þriggja ára samstarf, sem miðar að því að fjölga þeim sérfræðingum hér landi sem hafa þekkingu á bæði upplýsingatækni og viðskiptum.


Háskólinn í Reykjavík og Advania hafa gert með sér samning um viðamikið þriggja ára samstarf, sem miðar að því að fjölga þeim sérfræðingum hér á landi sem hafa þekkingu á bæði upplýsingatækni og viðskiptum.


„Atvinnulífið þarfnast fólks með tæknilegan bakgrunn og ákveðna grunnþekkingu á viðfangsefnum í fyrirtækjarekstri. Einnig er umtalsverður skortur á viðskiptamenntuðu fólki með tæknikunnáttu. Samstarfinu er ætlað að takast á við þennan veruleika, annars vegar með beinu fjárframlagi Advania til HR og hins vegar með samstarfi við kennslu, þróun námsleiða og þekkingarmiðlunar. Einnig hyggjumst við standa saman að uppbyggingu menntunar á sviði viðskiptagreindar (business intelligence), en það er fag í örum vexti,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.

„Hagvöxtur framtíðar byggir á hugviti og þar skipar upplýsingatæknin stóran sess, bæði sem sjálfstæður iðnaður og sem stoð við annan iðnað. Efling menntunar í upplýsingatækni eflir þannig íslenskt samfélag og atvinnulíf. Háskólinn í Reykjavík er stærsti tækni- og viðskiptaháskóli landsins. Advania er norrænt þekkingarfyrirtæki í fremstu röð. Advania gerist nú þátttakandi í okkar öfluga neti samstarfsaðila til að efla menntun og þekkingarstig á þessum tilteknu sviðum. Okkar samstarf er allra hagur,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík.

Samstarfssamningur Advania og Háskólans í Reykjavík var undirritaður í aðdraganda Framadaga háskólanna, sem haldnir verða í HR miðvikudaginn 6. febrúar.

„Samstarfið snýst nánar tiltekið um þróun námsframboðs með fjölgun valnámskeiða sem efla þverfaglega þekkingu nemenda, aukna samþættingu fagsviða innan HR, eflingu samstarfs um lokaverkefni og framlag Advania til kennslu þegar þörf HR og þekking innan Advania fara saman. Jafnframt leggur Advania til ákveðið fjárframlag til skólans til að standa straum af hluta af þessu spennandi þróunarverkefni,“ segir Ægir Már Þórisson, framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðssviðs Advania.


Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.