Nýjasta nýtt - 15.03.2012

Samtök íslenskra gagnavera stofnuð

Samtök íslenskra gagnavera (DCI) voru formlega stofnuð innan Samtaka iðnaðarins

Samtök íslenskra gagnavera (DCI) voru formlega stofnuð innan Samtaka iðnaðarins föstudaginn 2. mars síðast liðinn.

Markmið samtakanna er að standa vörð um hagsmuni gagnavera á Íslandi. Mikil vaxtatækifæri felast innan greinarinnar verði henni tryggð samkeppnishæf starfsskilyrði. DCI munu því vinna að því að gagnaveraiðnaður fái tækifæri til að vaxa og dafna hérlendis.

Hina nýju stjórn DCI skipa þau, Kolbeinn Einarsson hjá Advania, stjórnarformaður og meðstjórnendur eru Isaac Kato hjá Vern Holdings ehf. og Ágúst Einarsson hjá Nýherja.


Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.