Nýjasta nýtt - 22.05.2014

Sérfræðingar IBM hjálpa fyrirtækum landsins að hagnast af gagnagnótt

Þriðjudaginn 27. maí tala tveir sérfræðingar IBM á hálfs dags ráðstefnu sem Advania og Capacent í Salnum í Kópavogi þriðjudaginn 27 maí og er aðgangur ókeypis.

Samkvæmt rannsókn greiningarfyrirtækisins IDC mun gagnamagn í veröldinni fimmtíufaldast fram til ársins 2020. Því er ljóst að fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir miklum áskorunum við að halda utan um og hagnýta sín gögn. Í upplýsingatækni er þetta kallað „gagnagnótt“ eða Big Data upp á ensku. 
Í nútímafyrirtækjum leynast mikil verðmæti í gagnagnóttinni sem nýta í betri áætlunargerð, auka sölu, bæta þjónustu eða draga úr kostnaði. Öflug upplýsingakerfi og þekking starfsmanna er lykill að því að finna og hagnýta þessi verðmæti. IBM er eitt af leiðandi upplýsingatækni heims á þessu sviði og þriðjudaginn 27. maí tala tveir sérfræðingar IBM á hálfs dags ráðstefnu sem Advania og Capacent í Salnum í Kópavogi þriðjudaginn 27 maí og er aðgangur ókeypis. 

Sérfræðingar IBM munu fara ítarlega yfir hvernig fyrirtæki geta nýtt greiningu gagna til að auka tekjur og þjónusta viðskiptavini sína betur ásamt því að útskýra hvað er framundan í þeirri tækni sem nýtt er við gagnagreiningu. Einnig munu ráðgjafar Advania og Capacent vera með erindi á fundinum.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.