Nýjasta nýtt - 07.01.2010

Skattabreytingar

Alþingi samþykkti fyrir áramót hækkanir á sköttum og taka þær gildi 1. janúar 2010. Hér er stutt samantekt

Helstu breytingar á sköttum og gjöldum sem tóku gildi 1. janúar sl.  Ekki er um endanlega upptalningu að ræða og er þeim sem vilja kynna sér málið frekar bent á vefi alþingis og ríkisskattstjóra (byggt á samantekt Samtaka Iðnaðarins). 

  • Virðisaukaskattur í efra þrepi hækkar úr 24,5% í 25,5%.
  • Staðgreiðsla, tekjuskattur og útsvar, verður á árinu 2010 í þrem þrepum:
    • Af fyrstu 2.400.000 (200.000 á mánuði)   37,22%
    • Af næstu 5.400.000 (450.000 á mánuði)   40,12%
    • Af því sem er umfram 7.800.000 (650.000 á mánuði) 46,12%
  • Ef annað hjóna/samskattsaðila er með tekjur í efsta þrepi en hitt ekki, er gerð leiðrétting til lækkunar á álagningu.  Ekki þarf að sækja um leiðréttingu, hún er gerð þegar skattframtal er afgreitt.
  • Starfi launþegi hjá fleiri en einum launagreiðanda ber launþeganum að upplýsa í hvaða skattþrepi hann á að vera.
  • Persónuafsláttur hækkar í kr. 530.466 eða kr. 44.205 á mánuði.
  • Fari greiðslur launagreiðanda til öflunar lífeyrisréttinda fram úr 2 m.kr. og 12% af iðgjaldsstofni skal það sem umfram er reiknast til skattskyldar tekna launamanns.
  • Tryggingagjald hækkar úr 7% í 8,65%.
  • Tekjuskattur hlutafélaga og einkahlutafélaga hækkar úr 15% í 18%.
  • Tekjuskattur sameignar- og samlagsfélaga hækkar úr 23,5% í 32,7%.
  • Fjármagnstekjuskattur hækkar úr 10% í 18% en frítekjumark er kr. 100.000.
  • Auðlegðarskattur leggst á nettó eigur einstaklinga yfir 90 m.kr. og hjóna og samsköttunaraðila yfir 120 m.kr.  Af eignum yfir ofangreindum mörkum greiðist 1,25% skattur.
  • Aðilum sem ber að reikna sér endurgjald fyrir vinnu skulu greiða tekjuskatt af 50% af greiddum arði skv. lögum um hlutafélög og einkahlutafélög sem er umfram 20% af skattalegu bókfærðu eigin fé í árslok viðmiðunarársins.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.