Blogg - 05.03.2014

Skattlagning bílahlunninda

Eitt af því sem launafulltrúar þurfa að þekkja er hvernig afnot starfsmanna á bílum eru skattlögð. Það er margs að gæta í þessum efnum og hér er tekið saman það helsta í þessum efnum.





Hvernig eru afnot starfsmanna af bílum skattlögð?

Eitt af því sem launafulltrúar þurfa að þekkja er hvernig afnot starfsmanna á bílum eru skattlögð. Það er margs að gæta í þessum efnum og hér er tekið saman það helsta. Þessi mál eru misjöfn eftir því hvernig eignarhald á bifreið er háttað, hvenær hún er notuð og í hvaða tilgangi. 

Takmörkuð afnot af fyrirtækjabílum

Þegar starfsmaður hefur takmörkuð afnot af bifreið og nýtir hana einungis í vinnu sinni og til þess að fara á milli vinnustaðar og heimilis telst aksturinn til skattskyldra hlunninda.  Við útreikning á að miða við kílómetragjald sem gefið er út af RSK og er nú 116 krónur. Rétt er að geta þess að ef launþegi notar bílinn til að fara til og frá vinnu á tíma þegar almenningssamgöngur eru ekki í gangi teljast það ekki vera skattskyld hlunnindi.

Full afnot af bíl fyrirtækis

Í þessu tilfelli eru hlunnindi reiknuð að fullu til skatts. Bifreiðin er verðlögð samkvæmt útgefnum bæklingi frá RSK nr. 6.03. Þar má fletta upp á bifreið og árgerð til að sjá hvað RSK verðmetur bifreiðina á. RSK gefur einnig út þær prósentur sem hlunnindin eiga að reiknast á.
  • Bifreið, sem tekin var í notkun á árunum 2012, 2013 eða 2014: 26%
  • Bifreið, sem tekin var í notkun á árunum 2009, 2010 eða 2011: 21%
  • Bifreið, sem tekin var í notkun á árunum 2008 eða fyrr: 18%

Dæmi um útreikning bifreiðahlunninda – gæti verið spáný forstjórakerra af dýrari gerðinni.

BMW 530D XDRIVE 4X4 Fólksbíll 3000cc

Samkvæmt bifreiðaskrá RSK er verðmæti bílsins 11.190.000 kr. 

11.190.000 kr.  X 26% = 2.909.400 kr.

Mánaðarlegar tekjur af hlunnindum yrði því 242.450 kr. og af þeirri upphæð er greidd staðgreiðsla.

Hægt er að reikna þetta á sérstakri reiknivél bifreiðahlunninda á vef RSK.

Bifreiðahlunnindi eru reiknuð til tekna og staðgreiðsla er greidd.  Launagreiðandi þarf að greiða tryggingagjald en ekki eru reiknuð önnur gjöld af hlunnindum svo sem lífeyrissjóður né stéttarfélagsgjald. Ef launþegi leggur út kostnað vegna reksturs bílsins þá kemur það til lækkunar á hlunnindum.

Ef launþegi notar bíl sinn í þágu atvinnuveitanda fær hann greitt fyrir þau afnot.  Reglan segir:  Ef greitt er fyrir hvern sannanlega ekinn kílómetra og akstursdagbók er gerð þá má halda þeirri upphæð frá staðgreiðslu.  Hinsvegar ef greidd er föst tala á mánuði eða fyrir árið þá er sú upphæð staðgreiðsluskyld.  

Skattaleg meðferð samgöngustyrkja

Samgöngustyrkir eru sífellt vinsælli kostur hjá fyrirtækjum og til dæmis býðst starfsmönnum Advania samgöngustyrkur ef þeir koma til vinnu gangandi, hjólandi, í strætisvagni eða nýta samakstur. Þessi leið hefur notið mikilla vinsælda hjá starfsmönnum fyrirtækisins. Samgöngustyrkur er ekki staðgreiðsluskyldur og heimilt er að greiða 7.000 kr. á mánuði vegna slíkra styrkja án þess að greiða þurfi af honum gjöld.  

Morgunverðarfundur um launa- og kjaramál

Það er í mörg horn að líta hjá þeim sem sjá um launa- og kjaramál hjá fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum. Þann 7. mars héldum við morgunverðarfund þar sem fjallað var um launajafnrétti, kjararannsóknir, fríðindi starfsmanna og starfsendurhæfingu. 

 

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.