Blogg - 13.08.2014

Snjöll greiðslulausn umbyltir verslun

Þegar við opnuðum nýja Nike Air verslun í Smáralind vildum við fara ótroðnar slóðir í þjónustu við viðskiptavininn.

Þegar við veltum fyrir okkur hvernig ný Nike Air verslun í Smáralind ætti að vera varð okkur fljótlega ljóst að við vildum fara ótroðnar slóðir í þjónustu við viðskiptavininn. Eitt af því sem við vildum gera var að útrýma biðröðum við kassa. Það er bæði leiðinlegt fyrir viðskiptavini að standa í biðröð og starfsmaður sem er fastur á bakvið búðarkassa getur síður þjónustað viðskiptavini. 
 
Við leituðum til Advania, LS Retail og Handpoint. Þessir aðilar settu saman lausn sem gerir okkur mögulegt að afgreiða viðskiptavininn hvar sem er í versluninni. Um er að ræða svokallaðan snjallposa með skanna sem er bæði nettur og auðveldur í notkun. Lausnin samanstendur af eftirfarandi þáttum:  
 
Microsoft Dynamics NAV 2013 frá Advania
App frá LS Retail 
Snjallposi sem keyrir á iPad frá Handpoint

Starfsfólk notar skannann til að lesa strikamerki á vöru og sér samstundis vörupplýsingar, birgðastöðu, stærð og verð. Auðvelt er að miðla þessum upplýsingum til viðskiptavinar. Komi til viðskipta er greiðslukort lesið og viðskiptavinur staðfestir greiðslu með pinni eða undirskrift eins og við á. Í framhaldinu er hægt að fá reikning sendan rafrænt með tölvupósti ef óskað er. 
 
Niðurstaðan er sú að biðraðir við kasssa heyra sögunni til, starfsfólk er ávallt til reiðu til að þjónusta viðskiptavini og ánægja viðskiptavina með þessa greiðslulausn er framar öllum væntingum. Sjón er sögu ríkari, hér að neðan er stutt myndband sem sýnir hvernig lausnin virkar.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.