01.02.2019

Spara húsfélögum sporin með rafrænum undirritunum

Húsfélagaþjónustan Eignarekstur sér fram á gríðarlegan vinnusparnað með því að taka upp rafrænu undirskriftarlausnina Signet. Starfsfólk Eignareksturs þarf ekki lengur að sendast með gögn til undirritunar á milli húsfélaga og stofnana því nú eru skjölin undirrituð með öruggum hætti á netinu.

Húsfélagaþjónustan Eignarekstur sér fram á gríðarlegan vinnusparnað með því að taka upp rafrænu undirskriftarlausnina Signet. Starfsfólk Eignareksturs þarf ekki lengur að sendast með gögn til undirritunar á milli húsfélaga og stofnana því nú eru skjölin undirrituð með öruggum hætti á netinu.

Eignarekstur þjónustar um 200 húsfélög um allt land. Fyrirtækið annast bókhald, heldur aðalfundi og aðstoðar við umsýslu alls viðhalds og framkvæmda.
Oddur Ragnar Þórðarson þjónustustjóri Eignareksturs segir að til þess eins að geta hafið störf fyrir húsfélögin þurfi starfsfólk Eignareksturs og fulltrúar húsfélaga að sendast á milli staða og undirrita fjölmörg blöð. „Hingað til hefur það reynst okkur tímafrekt að öðlast umboð og prókúru fyrir þau húsfélög sem vilja kaupa af okkur þjónustu. Hjá okkur fer að minnsta kosti einn dagur í viku í að skutla gögnum sem þarf að undirrita á milli húsfélaga, banka og ríkisstofnana. Við sjáum fyrir okkur að með rafrænu undirskriftarlausninni Signet, verði þessi vinna lágmörkuð. Umboðskjöl og fleiri mikilvæg gögn verði undirrituð með öruggum hætti í gegnum Signet. Við þurfum þá ekki lengur að standa í biðröðum hjá stofnunum eða heimsækja húsfélög um kvöld þegar íbúarnir eru komnir heim til sín. Við undirritum skjölin rafrænt með Signet,“segir Oddur Ragnar Þórðarson þjónustustjóri Eignareksturs.

Eignarekstur sér meðal annars um ársreikninga fyrir sína viðskiptavini. Ársreikningar eiga að vera skoðaðir og undirritaðir af Eignarekstri og trúnaðarmönnum húsfélaganna. „Helsti akkilesarhællinn í þessu ferli er að hitta á skoðunaraðila hjá húsfélögunum til að árita reikningana. Það getur tekið sinn tíma. Við gerum um 200 ársreikninga ársins 2018 svo tímasparnaðurinn sem felst í rafrænum undirritunum er mikill, bæði fyrir Eignarekstur sem og viðskiptavininn,“ segir Oddur Ragnar.

Signet er lausn sem hönnuð er af öryggissérfræðingum Advania. Aðgangur að Signet er varinn með rafrænum skilríkjum og öll samskipti og gögn eru dulkóðuð. Notendur Signet geta treyst því að aðeins undirritendur fái aðgang að skjölunum. Undirritanir í Signet eru með vottaðri tímasetningu og því þarf ekki votta eins og tíðkast hefur lengi.”

Signet kemur sífellt meira að gagni hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Það sparar tíma og peninga að leysa undirritanir með rafrænum hætti. Undirritanir með Signet hafa rúmlega fjórfaldast síðan 2017.
Mynd: Oddur Ragnar Þórðarson

Efnisveita