Blogg - 15.10.2013

Sparaðu tíma og peninga með nýjustu tækni í TOK 2014

Í nýrri útgáfu af TOK bókhaldskerfinu geta notendur sent og móttekið pappírslausa (rafræna) reikninga og sparað sér bæði tíma og peninga.

Ný útgáfa af TOK bókhaldskerfinu kemur út í byrjun nóvember og kallast hún TOK 2014. Aðalnýjungin er sú að nú geta notendur sent og móttekið pappírslausa (rafræna) reikninga og sparað sér bæði tíma og peninga.

Skeytamiðlun Advania notuð til að miðla reikningum

TOK 2014 styðst við skeytamiðlun Advania sem er samhæfð allflestum bókhalds- og fjárhagskerfum. Það þýðir að TOK notendur geta sent og móttekið rafræna reikninga óháð því hvaða viðskiptakerfi viðskiptavinur eða birgi notar. Í stað þess að prenta reikning og setja í póst þá fer reikningur  til skeytamiðlunarinnar um leið og hann er tilbúinn. Eftir  nokkrar minútur getur viðskiptavinur sem hefur aðgang að skeytamiðlun lesið reikninginn í sitt viðskiptakerfi. Þessi tækni getur hraðað samþykktarferlinu og reikningar bókast fyrr. Skráningarvillum fækkar og mikill tími sparast. Jafnframt hverfur umstang og kostnaður við að senda og taka á móti pappír.

Í TOK 2014 er notendum gert kleift að lesa inn rafræna reikninga í lánardrottnakerfið. Þar bíða þeir yfirferðar og samþykktar. Reikninginn má prenta í PDF formi og vista. Reikningurinn er aðgengilegur öllum með tilskilin réttindi í kerfinu sem þurfa að nálgast hann. Þannig stuðlar skeytamiðlun að aukinni skilvirkni og betri yfirsýn yfir stöðu fyrirtækisins frá degi til dags. Tvímælalaust gagnleg viðbót fyrir  TOK notendur.

Fylgstu með tímanum

Verkbókhald er þarft  verkfæri fyrir alla þá sem þurfa að halda utan um unna tíma og kostnað á verk. Við minnum á að TOK verkbókhald má auðveldlega nota í snjallsímanum sem er góð lausn fyrir alla sem vinna utan skrifstofunnar. 
Tilboðsgerð er auðvitað nauðsynlegt tæki í verkbókhaldinu. Með TOK 2014 er TOK notendum  gert kleift að skipta tilboði niður á marga greiðendur og einnig að stýra fjölda reikninga vegna tilboðsins. Verkbókhaldið tengist nú sölutilboðskerfinu og sameiginlega halda þessi kerfi utan um framvindu og sögu tilboða. 

Enn um vinnusparnað

Fyrir  hvern reikning sem  bókaður er á viðskiptamann í sölukerfinu þarf  að skrá greiðslu  í gegnum  fjárhaginn.  Í TOK 2014  er boðið upp á bókun  greiðslunnar strax ef um  staðgreiðslureikning er að ræða. Þá  skráist innborgunin sjálfkrafa á viðskiptavininn  um leið og reikningur er gefinn út.

 

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.