Nýjasta nýtt - 27.11.2017 09:55:00

Stuð í afmæli vefumsjónarkerfisins LiSA

Þegar íslenskur hugbúnaður stenst tímans tönn, telst það frábær árangur. Þess vegna blésum við hjá Advania til fögnuðar á dögunum í tilefni af tvítugsafmæli vefumsjónarkerfisins LiSA.

Þegar íslenskur hugbúnaður stenst tímans tönn, telst það frábær árangur. Þess vegna blésum við hjá Advania til fögnuðar á dögunum í tilefni af tvítugsafmæli vefumsjónarkerfisins LiSA. Byrjað var að þróa kerfið árið 1997 og hefur það eflst með hverju árinu síðan.

Notendur LiSA eru af ýmsum toga, svo sem starfsmenn Stjórnarráðsins, Landsbankans, Arion banka, Íslandsbanka, Valitor, Borgunar, Þjóðskrár, vefverslunar Ölgerðarinnar, Vodafone og fjölmargir aðrir. Margir þeirra tóku þátt í að fagna góðu gengi og langlífi LiSU í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni á dögunum. Ari Eldjárn fór á kostum og stuð var í húsinu fram eftir kvöldi.

Við þökkum gestunum kærlega fyrir komuna og skemmtilega samveru! 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.