Blogg - 29.11.2012

Þínir reikningar og þín verð á Mínum síðum Advania

Advania hefur opnað aðgang að Mínum síðum fyrir þau fyrirtæki sem eru í viðskiptum við fyrirtækið.

Í september sl. opnaði  Advania aðgang að Mínum síðum fyrir þau fyrirtæki sem eru í viðskiptum við fyrirtækið. Það er skemmst frá því að segja að viðtökurnar hafa verið framar vonum og  greinileg þörf er á þjónustu af þessu tagi. 

Vefverslun í stöðugri framþróun

Við erum stolt af Vefverslun á advania.is og við keppumst stöðugt við að auka úrvalið. Hægt er að kaupa fartölvur, borðtölvur, spjaldtölvur, skjái, rekstrarvörur, hugbúnað, netþjóna, afgreiðslulausnir, símalausnir og margt fleira – beint af vefnum. Með því að fá aðgang að Mínum síðum á advania.is geta fyrirtæki pantað vörur á sínum afsláttarkjörum.

Fjölbreytt þjónusta í boði

Mínar síður bjóða marga aðra möguleika en að panta vörur á þeim afsláttarkjörum sem fyrirtæki eru með hverju sinni. Með því að skrá sig inn á Mínar síður geta starfsmenn fyrirtækja í viðskiptum við okkur fengið fullkomna yfirsýn yfir vörukaup fyrirtækisins hjá Advania. Innskráðir notendur hafa aðgang að eftirtöldum upplýsingum og aðgerðum:

  • Pöntunum fyrirtækisins
  • Innkaupalistum
  • Reikningum fyrirtækisins

Pantanir

Viðskiptavinir hafa yfirsýn yfir þær pantanir sem eru í gangi hverju sinni.

Innkaupalistinn

Notendur geta búið til innkaupalista sem vista má á vefnum til að nota síðar. Þessir innkaupalistar geta til dæmis innihaldið vörur sem oft eru pantaðar. Dæmi um þetta eru rekstrarvörur ýmiskonar. Innkaupalistar á Mínum síðum fela í sér hagræði og tímasparnað.

Reikningar og kreditreikningar

Með því að vera með aðgang að Mínum síðum hjá Advania geta viðskiptavinir nálgast alla útgefna reikninga og kreditreikninga vegna vörukaupa hjá Advania.

Skrá þjónustubeiðni

Skrá má þjónustbeiðnir til Advania á Mínum síðum.

Afgreiðsla á pöntunum

Fyrirtæki sem staðsett eru á höfuðborgasvæðinu eða á Akureyri fá fría sendingu á vörum sem pantaðar eru í vefverslun. Fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins  fá vöruna senda á næsta pósthús.

Fáðu aðgang að Mínum síðum

Ef fyrirtækinu þínu vantar aðgang að Mínum síðum getur þú nýskráð þig á vef Advania eða sent tölvupóst á netfangið ragnarv@advania.is

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.