Nýjasta nýtt - 5.12.2017 09:45:00

Tími til að bregðast við GDPR!

Stjórnendur og forsvarsmenn fyrirtækja í Evrópu eru í óða önn að undirbúa sig undir GDPR, nýjar evrópskar reglur um verndun persónupplýsinga. Reglurnar taka gildi þann 25. maí á næsta ári og ná til allra þeirra sem sýsla með persónuupplýsingar.

Stjórnendur og forsvarsmenn fyrirtækja í Evrópu eru í óða önn að undirbúa sig undir GDPR, nýjar evrópskar reglur um verndun persónupplýsinga. Reglurnar taka gildi þann 25. maí á næsta ári og ná til allra þeirra sem sýsla með persónuupplýsingar.

Metþátttaka var á morgunverðarfundi Advania í Reykjavík á dögunum þegar rætt var um undirbúning fyrir GDPR. Áhuginn á fundinum er til marks um að atvinnulífið sé að búa sig undir breytingarnar.

Advania hefur nýlega sett á saman teymi sérfræðinga sem veitir stjórnendum ráðgjöf, meðal annars um þau skref sem þarf að stíga til að tryggja að fyrirtæki starfi í samræmi við ný lög. Teymið heitir Advania Advice og er skipað ráðgjöfum með yfirgripsmikla þekkingu á umbreytingum stjórnkerfa og verkferlum fyrirtækja. Ráðgjafarnir hafa meðal annars leitt stór fyrirtæki í gegnum allan undirbúning fyrir GDPR. Advania Advice getur því veitt fyrirtækjum aðstoð, ýmist við einstaka verkþætti eða allt ferlið frá undirbúningi að verklokum.

Sérfræðingum Advania ber saman um að óþarfi sé að hafa áhyggjur af lagabreytingunni en full ástæða sé til að hefja undirbúning sem fyrst. 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.