Nýjasta nýtt - 23.02.2012

Valitor semur við Advania

Valitor hefur samið við Advania um hýsingu, netkerfi, tengdan vélbúnað og öryggislausnir.

Valitor hefur samið við Advania um hýsingu, netkerfi, tengdan vélbúnað og öryggislausnir fyrir upplýsingakerfi fyrirtækisins. Í samningnum felst meðal annars tvöföldun Valitor á eigin netkerfi og hýsing hjá Advania með öruggu gagnasambandi við rammgerða vélasali á háhraðaneti. Hýsingin á búnaði Valitor verður staðsett hjá gagnaverinu Thor Data Center, sem er í eigu Advania.

„Tvöföldun netkerfis Valitor er eitt stærsta skref sem íslenskt fjármálafyrirtæki hefur tekið í langan tíma þegar kemur að öryggi upplýsingakerfa. Advania er leiðandi aðili á þessum markaði. Það er mikilvægt fyrir okkur að eiga í nánu samstarfi við trausta samstarfsaðila og geta þannig einbeitt okkur að kjarnastarfsemi Valitor, þróun greiðslukortalausna og tengdri þjónustu,” segir Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor.

„Hýsingarþjónusta Advania býður hátt öryggisstig og órofinn uppitíma allt árið um kring. Samningurinn við Valitor er gott dæmi um að viðskiptavinir okkar kunna vel að meta uppbyggingu okkar á sviði hýsingar og netkerfa. Kaup Advania á Thor Data Center fyrir skemmstu eru hluti af okkar framtíðarsýn í þeim efnum. Valitor er framsækinn og kröfuharður viðskiptavinur og það er mikill metnaður í þessu verkefni,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.

Thor Data Center er starfrækt í Hafnarfirði. Gagnaverið hefur þegar tryggt sér 3,2 megawatta orku með möguleika á allt að 17 megawöttum til viðbótar. Við undirbúning samstarfs Advania og Valitors var lögð mikil áhersla á áreiðanleika og hátt öryggisstig. Advania er samstarfsaðili VeriSign og fleiri alþjóðlegra risafyrirtækja á sviði öryggislausna, ásamt því að vera vottað af gæða- og öryggisstöðlunum ISO 9001 og 27001

UM VALITOR
Valitor er stærsta þjónustufyrirtæki á sviði greiðslulausna á Íslandi. Fyrirtækið starfar á alþjóðlegum vettvangi og leggur sérstaka áherslu frumkvæði, nýsköpun og traust í starfsemi  sinni. Hlutverk Valitor er að veita viðskiptavinum sínum örugga og skjóta þjónustu og stuðla þannig að árangursríkum viðskiptum.

 

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.