Nýjasta nýtt - 06.02.2012

Veflausnir og LiSA loka hringnum í bankageiranum

Íslandsbanki setur í loftið nýjan vef byggðan á vefumsjónarkerfinu LiSA

Föstudaginn 3. febrúar fór í loftið nýr vefur Íslandsbanka sem byggður er á vefumsjónarkerfinu LiSA. Vefurinn er smíðaður og vefaður af veflausnadeild hugbúnaðarlausna Advania. Þar með hefur veflausnadeild Advania tekið alla stóru titlana í íslenska bankageiranum með LiSA, þar sem aðrir notendur kerfisins eru Arion Banki, Landsbanki Íslands og Seðlabanki Íslands.

Veflausnasvið Advania hannar vefsíður, veitir ráðgjöf, setur upp vefi, heimasíður og vefsvæði. Sérfræðingar fyrirtækisins forrita auk þess sérlausnir, innrivefi, vefverslanir og þjónustugáttir. Enn fremur er veitt ráðgjöf fyrir leitarvélabestun og umferðatölur á borð við upplýsingar úr Google.

LiSA er íslenskt vefumsjónarkerfi frá Advania sem hefur verið í virkri þróun frá árinu 1997. Nýjasta útgáfa kerfisins heitir LiSA live. Kerfið gerir alla efnisumsýslu og ritstjórnarvinnu einfalda en veitir einnig forriturum og kerfisstjórum aðgang að nauðsynlegum gögnum fyrir áframhaldandi þróun og rekstur kerfisins. Vefumsjónarkerfið er útbúið með góðum ritli fyrir ritvinnslu og notendur geta breytt efni í ritstjórnarham með útlit vefsins fyrir augum. Virknieiningar er svo hægt að draga inn á síðurnar og móta þannig framsetningu efnisins að vild.

Sjá nánar upplýsingar um þjónustu veflausna Advania

 

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.