Nýjasta nýtt - 1.12.2017 15:00:00

Vefur Stjórnarráðsins verðlaunaður

stjornarradid.is var valinn besti ríkisvefurinn í úttektinni „Hvað er spunnið í opinbera vefi 2017“. Vefurinn er hannaður og forritaður af starfsfólki Advania.

stjornarradid.is var valinn besti ríkisvefurinn í úttektinni „Hvað er spunnið í opinbera vefi 2017“. Vefurinn er hannaður og forritaður af starfsfólki Advania. Fúnksjón sá um þarfagreininguna.

Niðurstöðum úttektarinnar var fagnað á degi upplýsingatækninnar sem haldinn var hátíðlegur á Grand hóteli 30.nóvember. Úttekt á opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga hefur verið gerð sjö sinnum frá árinu 2005. Tæplega 300 vefir hafa verið kannaðir í hvert sinn og hefur úttektin náð yfir innihald, nytsemi, aðgengi, þjónustu og lýðræðislega þátttöku. Undanfarnar tvær kannanir hafa einnig tekið til öryggisþátta vefjanna.

Veittar voru viðurkenningar fyrir besta ríkisvefinn og besta vef sveitarfélags. Fimm stigahæstu vefirnir í hvorum flokki voru lagðir fyrir dómnefnd sem ákvað hvaða vefir skyldu hljóta viðurkenningu að þessu sinni.

Vefur Stjórnarráðsins var valinn besti ríkisvefurinn. Hann þótti stílhreinn, aðgengilegur og veita góða yfirsýn yfir fjölþætta starfsemi stjórnarráðsins. Vefurinn nýtir LiSU vefumsjónarkerfið og þjónustu frá veflausnasviði Advania, eins og vefir Þjóðskrár Íslands og Neytendastofu sem voru meðal fimm stigahæstu ríkisvefunum.

Við hjá Advania unnum þétt og vel með frábæru starfsfólki Stjórnarráðsins og óskum þeim og öðrum verðlaunahöfum til hamingju! 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.