Nýjasta nýtt - 29.1.2018 16:15:00

Vefur Þjóðskrár fær toppeinkunn

Vefur Þjóðskrár Íslands hlaut viðurkenningu á uppskeruhátíð vefiðnaðarins á föstudag þegar Íslensku vefverðlaunin voru afhent. Thodskra.is var einnig tilnefndur sem opinber vefur ársins 2017.

Vefur Þjóðskrár Íslands hlaut viðurkenningu á uppskeruhátíð vefiðnaðarins á föstudag þegar Íslensku vefverðlaunin voru afhent. www.skra.is var einnig tilnefndur sem opinber vefur ársins 2017.

Advania sá um viðmót, grafíska hönnun og forritun vefjarins auk þess sem hann keyrir á vefumsjónarkerfinu LiSU sem er ein af veflausnum Advania.

„Vefurinn sem hlýtur viðurkenninguna „gott aðgengi á vef“ er einstaklega notendavænn og aðgengilegur vefur. Vefurinn fær toppeinkunn í aðgengisprófunum, eins gott, því þetta er vefur sem við þurfum öll að heimsækja einhvern tíma á lífsleiðinni,“ er umsögn dómnefndar.

„Aðgengi vefja þarf að sníða eftir alþjóðlegum stöðlum svo að fólk með sjónskerðingar eða annarskonar fatlanir geti vafrað um þá. Sem dæmi má nefna að til að hljóðgervlar geti lesið vefi þurfa þeir að vera forritaðir með ákveðnum hætti. Við hjá Advania erum stolt af því að vinna að þessum verðugu málum með Þjóðskrá Íslands og óskum þeim til hamingju með frábær verðlaun,“ segir Sigrún Eva Ármansdóttir, forstöðumaður viðskiptalausna hjá Advania.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.