Nýjasta nýtt - 23.09.2011

Verðbréfafyrirtækið Virðing semur við Skýrr

Virðing hefur samið við Skýrr um heildarlausn í hýsingu, rekstri og útvistun upplýsingatækni

Verðbréfafyrirtækið Virðing hefur samið við Skýrr um heildarlausn í hýsingu, rekstri og útvistun upplýsingatækni. Um er að ræða miðlæga hýsingu með kerfisleiguhögun á öllu tölvuumhverfi, hugbúnaðarlausnum og gögnum Virðingar.

Hýsing kerfanna hjá Skýrr er með þeim hætti að starfsfólk Virðingar fær hnökralausan aðgang að eigin vinnuumhverfi, gögnum og hugbúnaði gegnum öfluga gagnatengingu við Skýrr. Tengingin er við öruggt umhverfi, sem er hýst, afritað og vaktað í tölvusölum Skýrr allan sólarhringinn.
 
"Við vorum á höttunum eftir miðlægri og sveigjanlegri lausn, sem gerði okkur kleift að hagræða í innkaupum á tölvubúnaði og útvista umsjón með þessum mikilvæga þætti í okkar rekstri. Skýrr hefur áratugareynslu af hýsingu og kerfisleigu og uppfyllir alþjóðlega gæða- og öryggisstaðla um áreiðanleika og fagmennsku. Við höfum miklar væntingar til samstarfsins,” segir Brynjólfur Þ. Gylfason, fjármálastjóri Virðingar.

„Virðing er eitt af framsæknustu fjármálafyrirtækjum landsins og hefur vaxið hratt en örugglega frá stofnun, enda með öfluga bakhjarla úr hópi sterkustu lífeyrissjóða landsins. Fyrirtæki af þessu tagi gera miklar kröfur til samstarfsaðila sinna og það er ánægjuleg áskorun að veita þeim fyrsta flokks þjónustu,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.