Fréttir - 13.12.2021 11:10:00

Viðbragð við Log4j öryggisveikleikanum

Á föstudag, 9.desember, uppgötvaðist alvarlegur veikleiki í hugbúnaði sem kallast Apache Log4j. Log4J er notað víða í Java-hugbúnaði.


Á föstudag, 9.desember, uppgötvaðist alvarlegur veikleiki í hugbúnaði sem kallast Apache Log4j. Log4J er notað víða í Java-hugbúnaði. 



Veikleikinn hefur fengið auðkennisnúmerið CVE-2021-44228 og hefur hloti einkunnina 10 í CVE gagnagrunni sem heldur utanum veikleika.

CERT-IS sendi frá sér snemmviðvörun í kjölfar tilkynningar um að virk skönnun væri í gangi á íslenska innviði þar sem reynt væri að finna þjóna og kerfi með veikleikann.

Um helgina hafa framleiðendur verið í óða önn við að koma út öryggisuppfærslum. Allir sem hafa umsjón með tölvukerfum eru hvattir til að fylgjast með óeðlilegri hegðun á sínum kerfum og uppfæra umsvifalaust þau kerfi sem þarf. Einnig er mikilvægt að láta CERT-IS strax vita ef vart verður við innbrot í kerfi.

Advania ber ábyrgð á rekstri fjölda tölvukerfa og hafa sérfræðingar okkar unnið hörðum höndum að því síðustu daga að gera hvað sem hægt er til að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar nýti sér veikleikann. Við leggjum áfram allt kapp á að styðja okkar viðskiptavini og vinna að því að verja þeirra kerfi. Við vinnum náið með okkar samstarfsaðilum að því að yfirfara þeirra lausnir o viðbragðsáætlanir og uppfæra kerfi eins og við á.

Hafir þú einhverjar spurningar varðandi veikleikann eða tölvukerfi sem eru í umsjón Advania þá hvetjum við þig til að hafa samband við þinn tengilið eða í gegnum netfangið advania@advania.is


Við vekjum athygli á stöðusíðu Advania þar sem allar upplýsingar varðandi stöðu hýsingarumhverfis Advania eru alltaf aðgengilegar.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.